Greynir er málgreinir fyrir íslensku.
-
Greynir les nýjustu fréttir og greinar jafnóðum af helstu íslensku fréttavefjunum. Hann þáttar textann í málsgreinatré samkvæmt innbyggðum málfræðireglum fyrir íslensku. Trén innihalda og endurspegla setningarhluta, svo sem frumlög, andlög, aðra nafnliði, sagnliði, forsetningarliði, samtengingar og svo framvegis.
Litið er til falls, tölu, kyns, persónu og annarra málfræðieiginleika og -reglna til að finna sem réttasta trjágreiningu hverrar málsgreinar. Slík greining getur þó aldrei orðið fullkomin enda er tungumálið afar sveigjanlegt verkfæri.
Þegar málsgreinatrén hafa verið fundin eru eimaðar upp úr þeim upplýsingar á borð við nöfn fólks, titla og starfsheiti, og skilgreiningar á sérnöfnum. Um þessi gögn má spyrja Greyni með fyrirspurnum á venjulegri íslensku, ritaðri eða talaðri.
Greynir flokkar fréttir og greinar sjálfkrafa í efnisflokka eftir innihaldi þeirra. Hann heldur jafnframt til haga tölfræði um greinarnar, m.a. um hlutföll kynjanna.
Fylgjast má með fréttum af Greyni í Facebook-hópi hans.
-
Nafnið Greynir er samsett úr orðunum grey, greinir og reynir (no. og so.), sbr. Greyið hann Greynir reynir að greina þessa grein.
Sem nafnorð vísar reynir til Reynimels 40 í Reykjavík þar sem amma mín og afi (alnafni) bjuggu, og ég sjálfur í barnæsku — og til Reynis Hugasonar heitins sem var fyrsti vinnuveitandi minn á sviði hugbúnaðargerðar. — V.Þ.
-
Höfundaréttur © 2024 Miðeind ehf.
Útgáfa 2024-07-18 15:09 • 7450d3e
GreynirEngine 3.5.5 • Tokenizer 3.4.3 • Python 3.9.15 (PyPy) • LinuxFrumforrit Greynis og tengdar skrár eru opin og aðgengileg á GitHub.
Samhengisfrjálsa málfræði (context-free grammar) Greynis fyrir íslensku má sjá hér. Forritaskil (API) Greynis eru skjöluð hér.
Máltæknivél Greynis er einnig fáanleg sem sjálfstæður Python-pakki.
Um frumforrit Greynis og tengdar skrár gildir notkunarleyfið GNU General Public License v3.
- Greynis-verkefnið hlaut styrki úr Máltæknisjóði í desember 2016 og desember 2017.
-
Greynir byggir á opnum gögnum
Beygingarlýsingar
íslensks nútímamáls (BÍN), sem notuð er samkvæmt CC-BY-4.0 leyfi:
Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Höfundur og ritstjóri Kristín Bjarnadóttir. - Vefviðmót Greynis notar kortagögn frá OpenStreetMap, Google og Wikipedíu.