Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld
Svava Marín Óskarsdóttir
2025-04-03 11:01
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Í kvöld verður ný fegurðardrottning krýnd Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram í Gamla bíói og verður í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsending hefst klukkan 20:00.
Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 36 ára. Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland 2024, mun krýna arftaka sinn, en Sóldís keppti fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe sem fór fram í Mexíkó í fyrra.
Fimm konur í dómnefnd
Dómnefndin er skipuð fimm konum með ólíkan bakgrunn, þeim Ragnheiði Ragnarsdóttur, leikkonu og Ólympíufara, Sólrúnu Lilju Diego áhrifavaldi, Brynju Dan Gunnarsdóttur, athafnakonu og frumkvöðli, Elísabet Huldu Snorradóttur, Ungfrú Ísland 2020, og Hönnu Rún Bazev Óladóttur atvinnudansara.
Frekari upplýsingar um keppnina má finna á vefsíðu Miss Universe Iceland.
Hér má horfa á Ungfrú Ísland í beinu streymi:
Upptaka af keppninni í heild sinni verður aðgengileg á Vísi fljótlega eftir að keppni lýkur.
Nafnalisti
- Brynja Dan Gunnarsdóttirvaraþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunnar
- Elísabet Huldu
- Hanna Rún Bazev Óladóttirdansari
- Miss Universefegurðarsamkeppni
- Ragnheiður Ragnarsdóttirleikkona
- Sóldís Vala Ívarsdóttir
- Sólrún Lilja Diegoein þeirra fimm ungu mæðra sem hrintu af stað vefsíðunni mamie. is, þar sem þær leggja markvisst upp úr að gera ungum mæðrum kleift að finna svör við spurningum sem kunna að vakna
- Stöð 2 VísiRás 5 hjá notendum Vodafone, rás 8 hjá notendum Símans
- Ungfrú Íslandfegurðarsamkeppni
- Universe Iceland
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 142 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 80,0%.
- Margræðnistuðull var 1,82.