Nauðsynlegt að þrýsta á Rússa um að samþykkja vopnahlé
Hugrún Hannesdóttir Diego
2025-03-30 07:23
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir samkomulag um vopnahlé hafa verið allt of lengi á borðinu án þess að viðunandi viðbrögð hafi fengist frá Rússum. Ef þrýst hefði verið á Rússa fyrir alvöru væri mögulega búið að lýsa yfir vopnahléi. Þetta sagði Zelensky á samfélagsmiðlinum X í gærkvöld.
Hann kvaðst þakklátur þeim ríkjum sem hefðu áttað sig á stöðunni og mælt fyrir auknum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi.
Rússar og Úkraínumenn sögðust í liðinni viku reiðubúnir að samþykkja vopnahlé á Svartahafi. Rússar segja hins vegar að vopnahlé geti ekki tekið gildi fyrr en ákveðnum viðskiptaþvingunum gegn þeim verði aflétt.
Donald Trump Bandaríkjaforseti kvaðst í kosningabaráttu sinni geta bundið enda á stríðið á örskotsstundu. Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi rætt við ráðamenn beggja ríkja að undanförnu hefur lítið áunnist í friðarátt.
Rússnesk stjórnvöld höfnuðu um miðjan mánuð tillögu að þrjátíu daga vopnahléi í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lagði til fyrir helgi að Zelensky stigi til hliðar og bráðabirgðastjórn yrði skipuð í Úkraínu þar til unnt væri að halda kosningar í landinu.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Vladimír Pútínforseti
- Volodymyr Zelenskyforseti Úkraínu
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 168 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,65.