Íþróttir

Bein út­sending: Arnar situr fyrir svörum

Ingvi Þór Sæmundsson

2025-03-19 17:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, ræðir fyrri leikinn gegn Kósovó.

Fundurinn hefst klukkan 18:00 en beina útsendingu frá honum sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Íslenska landsliðið er mætt til Pristína í Kósovó þar sem fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram annað kvöld.

Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15.

Seinni leikur Íslands og Kósovó fer fram í Murcia á Spáni á sunnudaginn.

Nafnalisti

  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • B-deild1. sæti
  • Pristínahöfuðborg
  • Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 98 eindir í 6 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,81.