Árlegur fundur Kvennanefndar SÞ hafinn
Innanríkisráðuneyti
2025-03-11 10:23
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Árlegur fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (csw 69) hófst í New York á mánudag. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra sem jafnframt er ráðherra jafnréttis- og mannréttindamála, tekur þátt í fundinum fyrir Íslands hönd. Ráðherra lagði áherslu á mikilvægi samstöðu Norðurlandaþjóðanna í viðbrögðum við bakslag í kynja- og hinseginbaráttunni á fundi sínu með Simu Bahous, framkvæmdastjóra UN Women, og öðrum jafnréttisráðherrum Norðurlandanna við upphaf fundarins. Yfirskrift þátttöku Norðurlandaþjóðanna á Kvennanefndarfundinum í ár er Þrýst á framfarir.
Þorbjörg Sigríður fjallaði sérstaklega um lagabreytingar og árangursríkt átak íslenskra stjórnvalda til að berjast gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi á netinu í pallborði norrænu jafnréttisráðherranna undir yfirskriftinni Sameinist okkur í viðbrögðum við bakslaginu. Jafnframt lagði ráðherra áherslu á árangur Íslands í jafnréttismálum og dró fram mikilvægi samstarfs stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka í því samhengi.
„Íslendingar standa framarlega á sviði jafnréttismála. Við höfum tryggt rétt beggja foreldra til fæðingarorlofs, gripið til aðgerða til að draga úr ofbeldi gegn konum og stuðlað að launajafnrétti svo dæmi séu nefnd. Við erum í fremstu röð hvað varðar réttindi hinsegin og transfólks í Evrópu og stefnum að því að gera enn betur því eins og við vitum er baráttunni hvergi nærri lokið,“ sagði Þorbjörg Sigríður og minnti á mikilvægi þess að Norðurlandaþjóðirnar væru fyrirmyndir og virkir þátttakendur í jafnréttismálum á heimsvísu.
Nafnalisti
- Simu Bahous
- WomenEcology and the Scientific Revolution
- Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttirþingmaður Viðreisnar
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 217 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,64.