Slys og lögreglumál

Kína: Samtal frekar en blóðbað

Ritstjórn mbl.is

2025-03-17 10:31

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Yfirvöld í Kína hafa kallað eftir því komið verði á samtali til draga úr spennu á Rauðahafinu. Kemur ákall þeirra eftir Bandaríkjamenn gerðu um helgina umfangsmiklar árásir á uppreisnarmenn Húta í Sana, höfuðborg Jemen. Gerðu Hútar í kjölfarið árás á bandarískt flugmóðurskip.

Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásirnar, en þær voru gerðar í von um opna aftur siglingarleiðir um Rauðahaf. Hafa Hútar, sem studdir eru af stjórnvöldum í Íran, hindrað siglingar með árásum á flutningaskip síðustu mánuði.

Hefur árásum uppreisnarmannanna á ísraelsk skip fjölgað eftir Ísraelsmenn hindruðu aftur flutning neyðargagna til Gasa, en Hútar hafa sagt aðgerðirnar hluta af samstöðu með Palestínumönnum.

Að minnsta kosti 53 eru látnir í Sana eftir árásir Bandaríkjamanna og 98 særðir samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðuneytis Jemens. Segja yfirvöld þar flest fórnarlambanna séu konur og börn, en Bandaríkjamenn segjast hafa fellt nokkra háttsetta leiðtoga Húta.

Kína er mótfallið aðgerðum sem kunna auka spennuna á Rauðahafi, sagði Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, á fundi í morgun. Bætti hann því við staðan á svæðinu væri flókin og best væri leysa úr henni með samtali og samningaviðræðum.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Mao Ningtalskona kínverska utanríkisráðuneytisins
  • Sanasýrlensk ríkisfréttastofa

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 201 eind í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.