Boltinn er hjá Rússum - Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?

Ágúst Borgþór Sverrisson

2025-03-13 17:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Úkraínumenn hafa nýlega fallist á tillögu Bandaríkjamanna um 30 daga vopnahlé í stríði Úkraínu og Rússlands, en nota á þann tíma til kom á friðarsamningum. Rússar hafa ekki svarað tillögunni og segja margir núna boltinn hjá þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn Rússar verði beittir refsiaðgerðum ef þeir samþykkja ekki vopnahlé.

Hilmar Þór Hilmarsson prófessor veltir upp þeirri spurningu, í viðtali við DV, hvað felist í því boltinn hjá Rússum:

Eins og ég skil stöðuna vilja Rússar friðarsamning en ekki vopnahlé. Rússar eru sækja fram á vígvellinum og því er líklegt þeir sjái sér ekki hag í vopnahléi. Ég held það verði ekki samið um frið á næstunni. Þegar sagt er boltinn hjá Rússum er spurning hvað við er átt. Kröfur Vladimir Pútin varðandi friðarsamninga eru : Úkraína verði alltaf hlutlaust ríki og aldrei í NATO, Úkraína láti af hendi fjögur héruð og Krímskaginn tilheyri Rússlandi. Pútin hefur ekki viljað vopnahlé af ótta við það verði notað til vopnavæða Úkraínu enn frekar og þjálfa fleiri hermenn.

Hilmar spyr hvers konar friðarsamninga Úkraína og Evrópa vilji. Bandaríkin eru reyna koma á einhverjum viðræðum sem ég held jákvætt þó margt óljóst varðandi mögulega friðarsamninga.

Samningar betri en vopnahlé

Það berast fréttir af því staða Úkraínu í Kúrsk slæm og Rússar sæki fram. Eflaust munu Zelensky og Evrópumenn segja ef Rússar samþykki ekki vopnahléið þá verði Bandaríkin bregðast hart við og snúa aftur í langt stríð með áframhaldandi vopnasendingum.

Það þarf ljúka þessu stríði með pólitískum samningum, vopnahlé er ekki varanleg lausn. Áhersla margra Evrópuríkja hefur verið senda meira af vopnum til Úkraínu og svo ef einhvern tíma tekst semja frið verði friðargæsluliðar frá NATO ríkjum í Úkraínu. Ég held Rússar samþykki þetta ekki, þeir munu líta á þá sem NATO hermenn þó NATO ríki kalli þá friðargæsluliða og Úkraína verði þá óformlegt NATO ríki. Það hefur komið fram Rússar eru alfarið gegn veru erlendra hermanna í Úkraínu.

Erfitt sjá tækifæri til refsiaðgerða

Það gæti verið taktísk ráðstöfun Trump-stjórnarinnar Zelensky og Evrópubúa til samþykkja að minnsta kosti þörfina fyrir samningaviðræður og þetta vopnahlé aðeins upphafsstaða til opna fyrir samninga við Rússland, segir Hilmar. Hann gerir athugasemdir við hótanir Trumps um efnahagsþvinganir í garð Rússa:

Trump hefur talað um refsa Rússum ef þeir samþykkja ekki vopnahlé en það er vandséð við hvað er átt. Þessa dagana eru lítil utanríkisviðskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands og óljóst hvernig á refsa Rússlandi frekar en orðið er.

Hilmar á ekki von á því Rússar samþykki vopnahléstillöguna og þeir óttast tímabundið vopnahlé gefi Úkraínumönnum tækifæri til vígbúast.

Rússar vildu samkomulag til langs tíma sem tæki mið af hagsmunum þeirra og kröfum sem ég gat um hér ofan. Þetta kallar á frekari viðræður milli Rússa og Bandaríkjamanna. Ég held líka Vladimír Púín, forseti Rússlands, vilji ræða heimsmálin við Donald Trump forseta Bandaríkjanna á breiðari grundvelli en bara um Úkraínustríðið og staðan á norðurslóðum væri hluti af þeim viðræðum.

Viðræður jákvætt skref

Hilmar telur viðræður milli Bandaríkjamanna og Rússa séu jákvætt skref í átt til friðar. En það er langt í land. Bandaríkin þurfa svo Evrópu og Úkraínu til samþykkja friðarsamninga, sem getur orðið erfitt.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Hilmar Þór Hilmarssonprófessor við Háskólann á Akureyri
  • Kúrskkjarnorkukafbátur
  • Úkraínustríðiðaðalumræðuefni Heimsgluggans á Morgunvaktinni
  • Vladimír Púín
  • Vladimir Pútinforseti Rússlands
  • Zelenskyforseti Úkraínu

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 608 eindir í 32 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 31 málsgrein eða 96,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.