Trump frestar tollgjöldum ná­grannanna

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

2025-03-06 20:50

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum.

Tveimur sólarhringum eftir Trump lagði háa tolla á samstarfsríkin sín tilkynnti hann, eftir símtal við Claudia Shenbaum, forseta Mexíkó, tollgjöldum á vörur frá Mexíkó sem falla undir USMCA samninginn yrði frestað. USMCA viðskiptasamningurinn er á milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada. Klukkustundum síðar tilkynnti Trump tollgjöldum á vörur frá Kanada yrði einnig frestað þar til í apríl.

Í þessa tvo sólarhringa sem tollgjöldin voru í gildi 25 prósent tollur á allar vörur frá Mexíkó og Kanada ásamt 10 prósenta tolli á orku frá Kanada. Einnig setti hann tuttugu prósenta tollgjöld á vörur frá Kína sem er enn í gildi samkvæmt umfjöllun The Guardian.

Ráðamenn í löndunum brugðust ekki vel við. Stjórnvöld í Kína sögðust meðal annars ætla berjast til hins síðasta. Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó sagði vandamálin ekki leyst með tollum heldur með samtali. Þá kallaði Justin Trudeau tollgjöldin heimskuleg.

Það er ekki minn vani vera sammála The Wall Street Journal. En Donald, þau benda á jafnvel þótt þú sért mjög klár maður er þetta mjög heimskulegur hlutur til gera, sagði Trudeau á blaðamannafundi á þriðjudag sem CNN fjallaði um.

Kínverjar gripu strax til gagnaðgerða og var fimmtán eða tíu prósenta tollur lagður á ýmsar vörur frá Bandaríkjunum. Trudeau sagði þá einnig Kanada myndi bregðast við með 25 prósent tollum á fjölda vara. Tollgjöld yrðu sett á enn fleiri vörur ef tollarnir væru enn í gildi eftir 21 dag.

Hlutabréfavísitölur um allan heim fundu fyrir áhrifum ákvörðunar Trumps og Ísland þar með talið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um tæp fjögur prósent á þriðjudag.

Trump hefur áður tilkynnt hann ætlaði setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins.

Nafnalisti

  • Claudia Sheinbaumborgarstjóri Mexíkóborgar
  • Claudia Shenbaum
  • DonaldBandaríkjanna
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Justin Trudeauforsætisráðherra
  • The Wall Street Journalbandarískt dagblað
  • Úrvalsvísitala KauphallarinnarOMXI 10

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 325 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 94,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,71.