Trump býður Selenskí í Hvíta húsið á ný

Ritstjórn mbl.is

2025-03-11 21:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst bjóða Volodimír Selenskí Úkraínuforseta aftur í Hvíta húsið.

Frá þessu greindi hann á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið eftir úkraínskir ráðamenn samþykktu tillögu um koma á 30 daga tímabundnu vopnahléi í innrásarstríði Rússa í Úkraínu.

Trump og Selenskí hittust síðast á fundi í Hvíta húsinu í lok febrúarmánaðar en fundur fór ekki eins og vonast var til.

Var Selenskí úthúðaður af Trump og varaforseta hans, J.D. Vance, sem endaði með því forsetanum úkraínska var vísað á dyr.

Ræðir við Pútín á næstu dögum

Á blaðamannafundinum sagði Trump einnig hann myndi ræða um varanlegt vopnahlé við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag eða á morgun.

Rússar hafa brugðist við þessu og segjast ekki útiloka viðræður við Bandaríkin.

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði loknum fundi við Úkraínu í dag Úkraína hefði tekið jákvæð skref á fundinum og væri boltinn hjá Rússum.

Kveðst Trump vonast til þess það takist koma á varanlegu vopnahléi á næstu dögum en tekur þó fram þá þurfi báðir aðilar vera reiðubúnir til þess.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Hvíta húsiðauglýsingastofa
  • J.D. Vancerithöfundur
  • Marco Rubioöldungadeildarþingmaður
  • Pútínforseti Rússlands
  • Vladimír Pútínforseti
  • Volodimír Selenskíforseti Úkraínu

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 184 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.