Sæki samantekt...
Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst bjóða Volodimír Selenskí Úkraínuforseta aftur í Hvíta húsið.
Frá þessu greindi hann á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið eftir að úkraínskir ráðamenn samþykktu tillögu um að koma á 30 daga tímabundnu vopnahléi í innrásarstríði Rússa í Úkraínu.
Trump og Selenskí hittust síðast á fundi í Hvíta húsinu í lok febrúarmánaðar en sá fundur fór ekki eins og vonast var til.
Var Selenskí úthúðaður af Trump og varaforseta hans, J.D. Vance, sem endaði með því að forsetanum úkraínska var vísað á dyr.
Ræðir við Pútín á næstu dögum
Á blaðamannafundinum sagði Trump einnig að hann myndi ræða um varanlegt vopnahlé við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag eða á morgun.
Rússar hafa brugðist við þessu og segjast ekki útiloka viðræður við Bandaríkin.
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að loknum fundi við Úkraínu í dag að Úkraína hefði tekið jákvæð skref á fundinum og að nú væri boltinn hjá Rússum.
Kveðst Trump vonast til þess að það takist að koma á varanlegu vopnahléi á næstu dögum en tekur þó fram að þá þurfi báðir aðilar að vera reiðubúnir til þess.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Hvíta húsiðauglýsingastofa
- J.D. Vancerithöfundur
- Marco Rubioöldungadeildarþingmaður
- Pútínforseti Rússlands
- Vladimír Pútínforseti
- Volodimír Selenskíforseti Úkraínu
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 184 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,68.