Stjórnmál

Grænlendingar vilja ekki fara „úr öskunni í eldinn“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-11 21:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi í alþjóðasamskiptum, segir meirihluta Grænlendinga styðja sjálfstæði landsins frá Dönum og engan áhuga hafa á Donald Trump Bandaríkjaforseti taki Grænland yfir.

Vilborg er fyrrverandi ráðgjafi hjá vestnorræna ráðinu, þingmannasamstarfi Íslands, Grænlands og Færeyja, og er stödd í Nuuk í Grænlandi fylgjast með framvindu kosninga í landinu.

Hún hefur sökkt sér í stjórnmálin í Grænlandi, kosningarnar og álit kjósenda á stöðunni í landinu.

Mikil spenna meðal almennings í ljósi ummæla Trumps

Grænlendingar ganga í dag kjörborðinu og kjósa 31 nýjan þingmann á Inatsisartut, grænlenska þingið, og er búist við fyrstu tölum um miðnætti í kvöld.

sögn Vilborgar ríkir mikil spenna meðal almennings í ljósi yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem hét því tökum á eyjunni með einum eða öðrum hætti.

Nýleg skoðanakönnun sýndi 85% Grænlendinga vilja ekki verða hluti af Bandaríkjunum. Það eru einungis 6% sem segja við þeirri spurningu og svo eru 9% sem eru óákveðnir. Þannig það er enginn áhugi á því, segir Vilborg.

Grænlendingar vilja sjálfstæði á ákveðnum forsendum

Vilborg segir mjög góða mætingu hafa verið á kjörstaði í dag og útlit fyrir metkjörsókn Grænlendinga.

Það er líka mikill áhugi frá erlendum fjölmiðlum, þeir eru hér á hverju strái.

Allir flokkarnir vilja vinna sjálfstæði Grænlands, en ekki á sömu forsendum. Hvernig eigi fram sjálfstæði og hversu hratt, og hve náin tengslin eigi vera við Bandaríkin er meðal pólitískra ádeiluefna.

Það sem fólk er helst fylgjast með í þessum kosningum er árangur Naleraq-flokksins. Það er flokkurinn sem hefur verið hvað róttækastur í sinni orðræðu varðandi tengslin við Bandaríkin og þá rífa sig sem fyrst frá Danmörku, segir Vilborg.

Þannig það er spurning hvað hann fær mikið fylgi. Sömuleiðis hversu mikið fylgi Inuit Ataqatigiit-flokkurinn-með Muté B. Egede, formann landsstjórnarinnar, sem formann-fær. Hann hefur verið leiða og hefur verið út á við í tengslum við yfirlýsingar Trump.

Þá er þjóðin klofnari en haldið var

sögn Vilborgar gera flestir ráð fyrir stjórnarmeirihlutinn muni missa eitthvað fylgi en halda meirihluta.

Það er þessi óvissuþáttur varðandi Naleraq. Ef Naleraq-flokkurinn fær mjög mikið fylgi, þá gæti verið fólk verði í svona einhverju áfalli yfir því. Af því þá er þjóðin klofnari en haldið var.

Flestir búast ekki við því svo verði, en þetta er eitthvað sem fylgst er með. Þeir hafa verið svona róttækastir í sinni orðræðu varðandi tengslin við Bandaríkin.

Þá segir hún hina flokkana mun hófsamari. Þeir vilji finna út úr málunum í samstarfi við Danmörku.

Grænland og Danmörk tengd á mörgum sviðum

Það er mat Vilborgar efnahagsleg forsenda sjálfstæðis Grænland verði vera í einhvers konar samstarfi við annaðhvort Danmörku eða Bandaríkin.

Raunveruleikinn er löndin tvöGrænland og Danmörkeru gríðarlega tengd á mörgum sviðum. Þannig þetta er engan veginn einfalt. Það þarf finna út úr mjög mörgu, hvernig hægt gera þetta.

Hún segir vel hægt finna leið þjóðarinnar sjálfstæði. Flestir flokkar vilji bara ákveðna yfirvegun í því. Það fundin leið sjálfstæði þjóðarinnar sem komi sér vel fyrir Grænlendinga á Grænlandi og í Danmörku, en í Danmörku búa um 17 þúsund Grænlendingar.

Maður les svolítið í stöðuna það stemningin í samfélaginu fólk vilji ekki fara úr öskunni í eldinn.

Hitamál almennings gegn Danmörku

Aðspurð segir Vilborg hitamál Grænlendinga gegn Danmörkueins og lykkjumáliðgera það verkum kjósendur verði enn ákveðnari í skoðun sinni um sjálfstæði.

Almennt er sýn jafnvel þó það reiði og þreyta í samfélaginu, þá þýði það ekki það eigi gera þetta með miklum hraði og á veg sem hefur mjög neikvæðar afleiðingar fyrir Grænlendinga.

Þá segir hún samning vera í gildi á milli Grænlands og Danmerkur, frá því Grænlendingar fengu sjálfsstjórn árið 2009, og í honum útlistað nákvæmlega hvaða málaflokka hvert land hefur yfirumsjón með.

Hún bætir við hvert málið á fætur öðru hafi safnast upp síðustu áratugifrá því fyrstu málin fóru koma upp á yfirborðiðog fólk orðið langþreytt á stöðunni. Þar af leiðandi hafi stuðningur við sjálfstæði aukist.

Tekur hún sem dæmi skoðanakönnun frá árinu 2019 sem sýndi um 68% Grænlendinga vildu sjálfstæði. Þá segir hún stuðning við sjálfstæði hafa verið kominn upp í 85% í nýrri könnun, sem gefin var út fyrr á árinu.

Engu að síður vill fólk ekki gera þetta á þann máta lífsgæði og aðstæður Grænlendinga versni snarlega. Það er hugmyndin finna út úr þessu á annan, betri máta.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
  • Inatsisartutþjóðþing
  • Muté B. Egede
  • Naleraqflokkur
  • Vilborg Ása Guðjónsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 843 eindir í 47 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 46 málsgreinar eða 97,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.