Sendu blaðamanni óvart upplýsingar um árás Bandaríkjamanna á Jemen
Ragnar Jón Hrólfsson
2025-03-24 18:12
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Bandaríski blaðamaðurinn Jeffrey Goldberg segir að honum hafi verið bætt í spjallrás á spjallforritinu Signal þar sem hátt settir leiðtogar Bandaríkjanna ræddu um yfirvofandi árás á Húta í Jemen. Meðal þeirra sem voru í spjallinu voru J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna, Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri af æðstu ráðamönnum stjórnvalda í Bandaríkjunum.
Goldberg birti frásögn sína í dag undir heitinu ríkisstjórn Trump sendi mér óvart stríðsáætlanir sínar. Hvíta húsið staðfesti stuttu síðar að Goldeberg hefði fyrir mistök verið bætt í spjallhópinn og honum sendar leynilegar hernaðarlegar upplýsingar.
Í spjallinu var rætt um árás Bandaríkjanna á Jemen sem átti sér stað þann 15. mars. Áður en hún átti sér stað. Minnst 31 var drepinn í árásinni og 101 særðust. Goldberg fékk þannig aðgang að háleynilegum upplýsingum sem hefðu getað leitt til dauða bandarískra hermanna hefðu þær endað í höndum óvina Bandaríkjanna. Þá voru einnig starfsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna í spjallinu en Goldberg lét nöfn þeirra ekki koma fram í skrifum sínum.
Goldberg birti skjáskot úr spjallinu í umfjöllun sinni en tók fram að hann gæti ekki deilt mörgu sem þar fór fram þar sem um háleynilegar upplýsingar væri að ræða.
Taldi spjallið fyrst falsað
Goldberg er ritstjóri miðilsins Atlantic og Michael Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sem bætti honum við í spjallhópinn sem bar nafnið „Houthi PC small group.“
Í fyrstu taldi blaðamaðurinn að um falskan reikning væri að ræða þar sem honum þótti ólíklegt að tal um slíkar árásir færi fram í gegnum almennt spjallforrit líkt og Signal. Hann taldi þá mögulegt að spjallinu væri ætlað að koma til hans fölskum upplýsingum.
Michael Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. EPA-EFE/SHAWN THEW/POOL
Í spjallinu ræddu Vance, Hegseth, Waltz og fleiri um árásir sem gera ætti á skotmörk sem tilheyrðu Hútum í Jemen. Hútar eru samtök sem fara með stjórn yfir Jemen ásamt stjórnvöldum þar í landi og hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjamönnum. Hútar njóta stuðnings stjórnvalda í Íran og hafa samtökin lýst yfir stuðningi við Hamas.
Frá því að stríð braust út á Gaza í október 2023 hafa Hútar gert yfir hundrað árásir á flutningaskip á siglingu um Rauðahaf, sem þeir segja tengjast Ísraelsríki. Tveimur skipum hefur verið sökkt síðan þá og fjórir skipverjar drepnir.
Samkvæmt spjallþræðinum sem Goldberg fékk aðgang að snerist árásin um að senda út þau skilaboð að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlaði ekki að taka á Hútum með neinum vettlingatökum.
Eftir að árásin átti sér stað skráði Goldberg sig úr hópnum. Hann taldi þá fullsannað að um raunverulega spjallrás væri að ræða og óskaði því eftir staðfestingu á því hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. Talsmaður frá stofnuninni staðfesti spjallþráðinn og það sem fram hafði farið í honum. Þá hefur Hvíta húsið einnig staðfest að honum hafi verið sendar upplýsingar um árásina. Goldberg fékk þó ekki almennilegar skýringar á því hvers vegna honum var bætt í þráðinn en talsmenn stofnunarinnar sögðu það til skoðunar hvers vegna það gerðist.
Eitt sem Goldberg bendir á í skrifum sínum er að mögulega hafi brotið lög með því að notast við spjallforritið þar sem það sé ekki viðurkennd samskiptaleið til að deila leynilegum hernaðarupplýsingum.
Nafnalisti
- Atlantictímarit
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Houthivopnuð pólitísk hreyfing
- Hvíta húsiðauglýsingastofa
- J.D. Vancerithöfundur
- Jeffrey Goldbergritstjóri The Atlantic
- Marco Rubioöldungadeildarþingmaður
- Michael Waltz
- Pete Hegseth
- SHAWN THEW
- Signalsamskiptaforrit
- Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 540 eindir í 28 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 23 málsgreinar eða 82,1%.
- Margræðnistuðull var 1,71.