Stjórnmál

Ásthildur Lóa upplýsti formennina þrjá um símtöl sín og heimsókn á krísufundinum á fimmtudag

Freyr Gígja Gunnarsson

2025-03-24 18:10

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Forsætisráðherra heyrði af orðrómi skömmu fyrir fund leiðtoga ríkisstjórnarinnar á fimmtudag fyrrverandi menntamálaráðherra hefði bæði hringt og heimsótt konu í Kópavogi sem sagði ráðherra hafa eignast barn með unglingspilti fyrir rúmum þremur áratugum. Mennta- og barnamálaráðherra gekkst við þessari hegðun á fundi með formönnunum skömmu síðar. Þetta staðfestir forsætisráðuneytið í skriflegu svari við fyrirspurn Spegilsins.

Ráðherrar spurðir út í afsögnina

Milli okkar fjögurra, formanna flokkanna og umrædds fyrrverandi ráðherra, hefur alltaf ríkt fullkomið traust. Við getum talað saman sem kollegar, sem manneskjur, sem vinkonur og rætt og ráðlagt án þess taka af henni valdið, Þetta sagði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra svaraði spurningum fjölmiðlamanna á föstudag. RÚV/Ragnar Visage

Hún var þarna svara fyrirspurn Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Miðflokksins. Var óbreytt mönnun ríkisstjórnarinnar valkostur? Telur hann eitthvað refsivert í málinu? Og settu tvær valkyrjur þrýsting á þá þriðju? , spurði Nanna Margrét.

Bæði Kristrún og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, voru á Alþingi í dag mikið spurðar um fund leiðtoga ríkisstjórnarinnar á fimmtudag með Ásthildi Lóu og hvaða kostum hefði verið velt upp á þeim fundi.

Engin frétt birst fyrir krísufund leiðtoga

Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu ræddu Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga Sæland saman í um hálfa klukkstund áður en Ásthildur Lóa gekk á fund þeirra.

Þá hafði engin frétt verið sögð eða birt af máli Ásthildar, það sem ráðherrarnir vissu var tvennt: annars vegar um morgunin hafði örstutt fyrirspurn borist frá fréttamanni RÚV í símtali til aðstoðarmanns forsætisráðherra þar sem spurst var fyrir um erindi sem varðaði Ásthildi Lóu.

Og hins vegar í forsætisráðuneytinu fyrir erindi frá konu í Kópavogi sem misbauð í sæti barnamálaráðherra væri kona sem hefði átt í ástarsambandi við unglingspilt fyrir rúmum þremur áratugum og eignast með honum sonfaðirinn var á 17 aldursári, Ásthildur verða 24 ára.

Lögðu áherslu á ákvörðunin væri Ásthildar Lóu

Konan hélt því einnig fram ráðherrann hefði á sínum tíma tálmað umgengni föðurins við barniðásökun sem ráðherrann hefur hafnað. Ákvörðun fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra er algjörlega hennar. Að sjálfsögðu var farið yfir það á þessum fundi, á fimmtudaginn var farið yfir málið og hún gerði grein fyrir atburðarásinni. Ákvörðunin er síðan hennar, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra á Bessastöðum eftir ríkisráðsfund. RÚV/Bragi Valgeirsson

Þegar Ásthildur Lóa gekk á fund ráðherranna þriggja upplýsti hún um málið frá sínu sjónarhorni. Það sem hefur ekki komið fram er forsætisráðherra hafði skömmu fyrir fundinn borist orðrómur þess efnis Ásthildur Lóa hefði hringt og heimsótt konuna eftir hafa fengið upplýsingar um hana frá aðstoðarmanni forsætisráðherra. Þetta staðfestir ráðuneytið í svari til Spegilsins.

Þar er líka staðfest Ásthildur var aldrei upplýst um forsætisráðuneytið hefði hafnað beiðni konunnar um fund með forsætisráðherra. Og samkvæmt svörum forsætisráðuneytisins staðfesti Ásthildur Lóa hegðun sína á fundinum með formönnunum þremur.

Forsætisráðherra ósáttur við heimsókn og símtöl Ásthildar

Það mátti glöggt heyra á forsætisráðherra í óundirbúna fyrispurnartímanum hún var mjög ósátt við þessa framgöngu Ásthildar Lóu.

Fyrst þegar hún svaraði fyrirspurn frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Sjálfstæðisflokksins. Ég held það liggi alveg fyrir og ég hef sagt það sjálf opinberlega, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir er meðvituð um það, það voru til mynda ekki eðlileg viðbrögð hjá henni ákveða banka upp á hjá umræddri konu. Ég held það geti allir tekið undir það er ekki eðlileg hegðun af hálfu ráðherra í þessu samhengi. Þannig það eitt og sér finnst mér umhugsunarvert hjá manneskju í slíkri stöðu. Hún áttaði sig á því og var líka meðvituð um það.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. RÚV/Ragnar Visage

Þetta ítrekaði Krisrún síðan þegar hún svaraði fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Það hefur enginn haldið því fram það hafi verið eðlileg hegðun. […] Umræddur aðili áttar sig á því það er margt við þetta mál sem gerir það verkum það þykir mögulega ekki eðlilegt hún sitji áfram sem ráðherra og hún hefur axlað ábyrgð.

Snýst um ráðhera sem sat og gerði ekkert

Samkvæmt svörum frá forsætisráðuneytinu lauk fundi formannanna þriggja og Ásthildar Lóu klukkan sautján tíu-þaðan hélt ráðherrann upp í Efstaleiti í viðtal við fréttamann RÚV, búin ákveða afsögn sína.

Þorgerður Katrín sagðist á Alþingi vona hægt yrði draga einhvern lærdóm af málinu, Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði þetta snúast um forsætisráðherra sem ekki hefði gert neitt annað en hafna beiðni um fund og ýta ráðherra í farveg afsagnar. Ef forsætisráðherra taldi málið svo alvarlegt það réttlætti afsögn ráðherrans, hvers vegna gerði forsætisráðherra ekkert í heila viku? Var þetta vanmat á alvöru málsins eða von um það gengi yfir án frekari umræðu? Þetta snýst ekki lengur um ráðherrann sem vék, þetta snýst um ráðherrann sem sat og gerði ekkert.

Nafnalisti

  • Ásthildurhjúkrunarfræðingur
  • Ásthildur Lóaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór formaður VR
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Bragi Valgeirssontökumaður
  • Formaður SjálfstæðisflokksinsBjarni Benediktsson
  • Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
  • Hildur Sverrisdóttirfyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
  • Inga Sælandformaður
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Nanna Margrét Gunnlaugsdóttirframkvæmdastjóri
  • Ragnar Visageljósmyndari RÚV
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 836 eindir í 48 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 42 málsgreinar eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,58.