Fáir trúa því að gullöld fylgi tollum Trumps
Ástrós Signýjardóttir
2025-04-04 08:18
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Tollaáætlanir Bandaríkjaforseta höfðu áhrif á markaði um allan heim í gær og ekki hefur sést jafn skörp dýfa á hlutabréfamörkuðum vestan hafs síðan 2020.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, var gestur Morgunútvarps Rásar tvö í morgun. Hann segir að atburðarásin eigi eftir að verða hröð næstu daga og að áhugavert verði að fylgjast með hlutabréfamörkuðum.
Fyrirtæki á borð við Apple og Nike munu verða fyrir miklum áhrifum af tollunum, segir Jón Bjarki.
Hefur ekki trú á að gullöld sé runnin upp
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að gullöld viðskipta í Bandaríkjunum sé runnin upp. Jón Bjarki hefur ekki trú á að það verði raunin. Hann segir að fáir, utan ráðgjafa Trump, trúi því að mikill hagvöxtur komi með tollunum.
Jón Bjarki segir að grundvallarbreytingar verði á alþjóðlegum, milliríkjaviðskiptum. Íþyngjandi tollar hafi frekar verið undantekning en regla á undanförnum árum.
Að hans mati eru tvær sviðsmyndir mögulegar.
„Annars vegar er að viðbrögð annarra landa, breiðu línurnar, teiknist þannig upp að það sé fyrst og fremst að það séu aðrir á móti Bandaríkjunum. En hitt er auðvitað að, sem ég held að sé ólíklegra en væri mun alvarlegra, ef það blossar upp alþjóðlegt viðskiptastríð þar sem lönd skipa sér í blokkir og það verða reistir tollamúrar þvers og kurs.“
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Jón Bjarki Bentssonaðalhagfræðingur Íslandsbanka
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 221 eind í 13 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,67.