Opnað fyrir skráningu á málþing um snjóflóð og samfélög

Innanríkisráðuneyti

2025-04-04 08:19

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Opnað hefur verið fyrir skráningu á málþing um snjóflóð og samfélög, sem haldið verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 5.6. maí 2025. Er málþingið haldið í tilefni af 30 ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri.

Snjóflóð og skriðuföll hafa valdið mörgum slysum, stórfelldu efnahagslegu tjóni og margs konar röskun á starfsemi og mannlífi hér á landi allt frá landnámi. Mannskaðasnjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974 og svo í Súðavík í janúar 1995 og á Flateyri í október sama ár ollu straumhvörfum í afstöðu Íslendinga til snjóflóðahættu og síðan hefur verið unnið ötullega uppbyggingu snjóflóðavarna og bættum viðbúnaði við snjóflóðahættu.

Á málþinginu verður sjónum beint samfélögum á hættusvæðum, öryggi á vegum, uppbyggingu á ofanflóðavörnum í landinu og þeim áhrifum sem uppbygging hefur á þróun byggða. Einnig verður fjallað um endurskoðun á mögulegri hættu undir varnargörðum og þann lærdóm sem dreginn hefur verið af snjóflóðunum sem féllu á varnargarða á Flateyri í janúar 2020, þar sem hluti flóðanna barst yfir garðana, og í Neskaupstað í mars 2023 þar sem snjóflóð lentu á varnargörðum og keilum.

Skipuleggjendur málþingsins eru Ofanflóðasjóður, Veðurstofa Íslands, Vegagerðin, Almannavarnir, Samband íslenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun, Verkfræðingafélag Íslands og Snjóflóðasamtök Íslands.

Meðal fyrirlesara eru: Harpa Grímsdóttir, deildarstjóri ofanflóðadeildar Veðurstofu Íslands, Elías Pétursson, formaður Ofanflóðanefndar, Þóroddur Bjarnason, prófessor við , Halla Ólafsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Ísafirði, Magni Hreinn Jónsson, fagstjóri ofanflóðahættumats hjá Veðurstofu Íslands, Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, Edda Björk Þórðardóttir, dósent við Læknadeild og klínískur sálfræðingur, Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Þá munu fyrrverandi framkvæmdastjórar sveitarfélaga fara yfir áskoranir sveitarfélaga vegna ofanflóðahættu fyrr og . Einnig verður farin skoðunarferð um Ísafjörð, Flateyri og Súðavík, þar sem skoðuð verða ummerki eftir snjóflóð og uppbygging varna ofan byggða og vega og stoppað við minningarreit á Flateyri og í Súðavík.

Skráning og dagskrá er finna á Ofanflóð 2025Málþing um snjóflóð og samfélög

Nafnalisti

  • Bergþóra Kristinsdóttirframkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar
  • Edda Björk Þórðardóttirábyrgðarhöfundur rannsóknarinnar
  • Elías Péturssonbæjarstjóri í Fjallabyggð
  • Halla Ólafsdóttirfréttamaður
  • Harpa Grímsdóttirhópstjóri ofanflóðavöktunar
  • Hlynur Hafberg Snorrasonyfirlögregluþjónn
  • Magni Hreinn Jónssonofanflóðasérfræðingur
  • Rögnvaldur Ólafssonaðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
  • Veðurstofa Íslandstengiliður Íslands við milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í umboði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins
  • Þóroddur Bjarnasonprófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 340 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 81,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.