Við­kvæmt mál, loka­kafli og ökklabönd á eltihrella

Sunna Sæmundsdóttir

2025-03-24 18:14

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, er komin í leyfi frá þingstörfum um óákveðinn tíma. Fátt annað komast í upphafi þingfundar en mál hennar og forsætisráðherra margítrekaði hversu viðkvæmt það væri. Við heyrum frá umræðum og verðum í beinni með þingmönnum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Almannavarnir þurfa vera undir það búnar gosvirkni færist á milli eldstöðvakerfa á Reykjanesi. Við ræðum við fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands sem telur líklegt séum við í stödd í miðjum lokakaflanum í yfirstandandi eldgosahrinu við Svartsengi.

Þá heyrum við í dómsmálaráðherra sem hefur skipað starfshóp sem falið verður yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til taka fast á þeim.

Þá heimsækir Elín Margrét Böðvarsdóttir endurhæfingarmiðstöð særðra hermanna í Kænugarði, við verðum í beinni með veðurfræðingi og forvitnumst um mögulegt páskahret auk þess sem við kíkjum á námskeið í geislasverðanotkun.

Auk þess heyrum við í sérfræðingi um brösulega byrjun nýráðins landsliðsþjálfara og í Íslandi í dag kynnir Sindri Sindra sér gríðarháan kostnað við ökunám.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Elín Margrét Böðvarsdóttirfréttamaður
  • Sindri Sindra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 211 eind í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,74.