Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Pressan

2025-03-28 21:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Börn eiga það til vera með fjörugt ímyndunarafl og sjá oftar en ekki fyrir sér allskonar kynjaverur í myrkrinu fyrir svefninn. Sem betur fer reynist óttinn í langflestum tilfellum ekki á rökum reistur.

Lögreglan í Barton-sýslu í Kansas í Bandaríkjunum fékk óvenjulega tilkynningu á borð til sín á mánudag frá ungri konu sem var passa barn í húsi í bænum Great Bend.

Í frétt CNN kemur fram barnið hafi kallað á barnfóstruna þegar það var reyna sofna og kvartað undan því það væri skrímsli undir rúminu. Barnfóstran fór inn í herbergið og freistaði þess róa barnið niður með því kíkja sjálf undir rúmið.

Barnfóstrunni brá heldur betur í brún þegar hún óþekktur karlmaður var í felum undir rúminu. Til átaka kom á milli barnfóstrunnar og mannsins sem enduðu þannig maðurinn lagði á flótta. Hann var handtekinn degi síðar.

Maðurinn, sem er 27 ára, bjó áður í þessu sama húsi. Hann hefur ítrekað komist í kast við lögin að undanförnu og var tiltölulega nýsloppinn úr fangelsi þegar hann var handtekinn í vikunni.

Nafnalisti

  • Great Bend

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 190 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.