Sæki samantekt...
Mikið var fjallað um landsfund Sjálfstæðisflokksins í öllum fjölmiðlum en hann var haldinn var í Laugardalshöll 28. febrúar til 2. mars.
Á fundinum var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður flokksins eftir baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Snorra Ásmundsson. Þá var Jens Garðar Helgason kjörinn varaformaður en hann sigraði Diljá Mist Einarsdóttur í kosningu þeirra á milli um embættið.
Mannlíf fjallaði um ástandið sem skapaðist fyrir utan höllina á meðan landsfundinum stóð yfir en tugum bíla var lagt ólöglega alla daga sem hann var haldinn. Mannlíf hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til að fá upplýsingar um hversu margir fengu sekt við og í grennd við Laugardalshöll þá daga sem landsfundur stóð yfir en þegar ljósmyndari mætti á svæðið var lögreglan við sektarstörf.
Samkvæmt Árna Friðleifssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni umferðardeildar hjá lögreglunni, voru 69 sektir settar á bíla á svæðinu 28. febrúar til 2. mars.
Nafnalisti
- Árni Friðleifssonaðalvarðstjóri
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirnýsköpunarráðherra
- Diljá Mist Einarsdóttirformaður utanríkismálanefndar Alþingis
- Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
- Jens Garðar Helgasonframkvæmdastjóri Laxa fiskeldis
- Snorri Ásmundssonmyndlistarmaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 133 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 83,3%.
- Margræðnistuðull var 1,56.