Leit hætt við Ægisíðu

Ritstjórn mbl.is

2025-04-03 21:33

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Leit sem fram fór við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í kvöld hefur verið hætt og maðurinn sem leitað var er fundinn. Þetta staðfesti vaktmaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu við mbl.is.

Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í leitinni voru frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út en hún afturkölluð áður en hún kom á svæðið til leitar.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 66 eindir í 4 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 4 málsgreinar eða 100,0%.
    • Margræðnistuðull var 1,48.