Skiptar skoðanir um endur­reisn í Grinda­vík, Úkraína heim­sótt og nýr borgar­stjóri

Magnús Jochum Pálsson

2025-03-18 18:17

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða.

Við heyrum reynslusögur íbúa í Úkraínu, sem upplifað hafa loftárásir á borg sína Poltova, en Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður heimsótti borgina í dag.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur tilkynnt hún muni láta af formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga í vikunni, og lækka þar með í launum um tæplega 900 þúsund krónur. Borgarstjóri ræðir ákvörðun sína í kvöldfréttatímanum.

Við fjöllum um mótmæli við ríkisstjórnarfund vegna stöðunnar á Gasa, heyrum merkilega sögu leiguflugs á Íslandi, fáum nýjar fréttir af Ölfusárbrú og ræðum við goðsögn í íslenskum handbolta, sem óvíst er geti spilað aftur eftir erfið veikindi.

Þetta og fleira í kvöldfréttum í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni á klukkan hálf sjö.

Nafnalisti

  • Elín Margrét Böðvarsdóttirfréttamaður
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 166 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,53.