Gul viðvörun á Suðausturlandi vegna hríðar
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
2025-03-29 08:25
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Gul veðurviðvörun er á Suðausturlandi vegna austanhríðar. Það er spáð 13-20 metrum með snjókomu, sem gæti verið talsverð, sérstaklega sunnan Öræfajökuls. Þungfært er á Suðausturlandi og hálka, snjóþekja og hálkublettir á flestum leiðum með skafrenning.
Annars verður austan og norðaustanátt, 8–13 metrar og snjókoma með köflum í dag. Það verður bjart með köflum á Vesturlandi og góður möguleiki er á að landsmenn þar sjái deildarmyrkva á sólu fyrir hádegi.
Hitastig í dag verður að sex stigum en um eða undir frostmarki norðan- og austantil. Það styttir upp austanlands seint í dag.
Á morgun verður breytileg átt, 3–8 metrar, og bjart með köflum. Dálítil él eða snjókoma fyrir norðan og austan. Eftir hádegi breytist veðrið með vaxandi suðaustanátt, rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu. 10–20 metrar síðdegis og hvassast syðst. Snjókoma norðanlands undir kvöld. Hlýnandi veður og hiti að sjö stigum annað kvöld, svalast á Vestfjörðum.
Nafnalisti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 170 eindir í 13 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 92,3%.
- Margræðnistuðull var 1,52.