Sæki samantekt...
Dómsmálaráðherra segir frumvarp um sameiningu sýslumanna hafa verið afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Hún á von á líflegum umræðum á Alþingi. Sýslumannsembættin eru níu í dag en verða eftir daginn í dag eitt.
Það var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í dag, frumvarp mitt um sameiningu sýslumanna, sem hefur þann tilgang að efla embættin og efla þjónustu í byggðum landsins. Það var afgreitt út úr ríkisstjórn í dag, sem ég er auðvitað mjög ánægð með,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hana.
Til hefur staðið um nokkurt skeið að sameina sýslumannsembættin en boðuð frumvörp Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þess efnis fengu ekki brautargengi á síðasta kjörtímabili. Þorbjörg Sigríður tilkynnti starfsmönnum sýslumannsembættanna í lok febrúar að hún hyggðist leggja sameiningarfrumvarp fram í mars.
Minnkar yfirstjórn og dregur úr kostnaði
Þorbjörg Sigríður segir að með því að fækka sýslumönnum úr níu í einn verði til öflugt embætti með 27 starfstöðvar um land allt.
„Þetta er einföldunarmál og við erum að minnka yfirstjórn, draga úr kostnaði í yfirstjórn til þess að geta aukið þjónustu. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þetta er byggðajöfnunarmál og réttlætismál um aðgengi að þjónustu. Að það verði blómleg starfsemi í 27 starfstöðvum og ég hlakka til að sjá umræðu um þetta mál inni á þingi
Nafnalisti
- Berghildur Erla Bernharðsdóttirfréttamaður
- Jón Gunnarssonþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra
- Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttirþingmaður Viðreisnar
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 230 eindir í 13 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 84,6%.
- Margræðnistuðull var 1,62.