Stjórnmál

Ætla að breyta stjórnar­skrá til að auka fjár­út­lát til varnar­mála

Samúel Karl Ólason

2025-03-14 14:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist samkomulagi við Sósíaldemókrata.

Samkomulag þetta snýr því útiloka fjárútlát þessi frá stjórnarskrárbundnu skuldaþaki ríkisins og stofna fimm hundruð milljarða evra sjóð til aukalegra fjárútláta til varnarmála á næstu tíu árum.

Samkvæmt grein Politico stefnir í Þjóðverjar muni samkvæmt þessum samkomulögum verja allt billjón evra til varnarmála og innviðauppbyggingar á næsta áratug. Það samsvarar tæplega 150 billjónum króna (150.000.000.000.000)

Olaf Scholz, fyrrverandi kanslari, hafði áður tilkynnt aukningu til fjárútláta vegna varnarmála en viðleitni hans hafði litlu skilað.

Sjá einnig: Kynntu fyrstu þjóðaröryggistefnu Þýskalands

Samkomulagið sem Merz hefur gert við Sósíaldemókrata og Græningja gerir fjárútlát til varnarmála sem fara yfir eitt prósent af vergri landsframleiðslu undanskilin takmörkunum varðandi skuldasöfnun þýska ríkisins og á það sama við hernaðaraðstoð handa öðrum ríkjum sem standi frammi fyrir ólöglegri innrás. Gæti það opnað á umfangsmeiri hergagnasendingar Þjóðverja til Þýskalands en ríkið situr þegar í öðru sæti á lista yfir þau ríki sem sent hafa Úkraínumönnum mest af hergögnum.

Búist er við því frumvarp sem varð til vegna samkomulaganna verði samþykkt á þingi, þar sem flokkarnir þrír hafa nægilegan meirihluta á þingi til koma frumvarpinu þar í gegn. Tvo þriðju þingmanna þarf til gera breytingar á stjórnarskrá Þýskalands.

Mikil uppbygging í Evrópu

Ráðamenn í Evrópu hafa komist samkomulagi um verulega aukningu í fjárútlátum til varnarmála á næstu árum, hernaðaruppbyggingu og umbætur og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu í Evrópu.

Sjá einnig: Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála

Markmiðið er gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Þetta er í kjölfar þess Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa sagt Evrópa verði bera meiri ábyrgð á eigin öryggi og í kjölfar þess Trump-liðar hafa fært Bandaríkin mun nær Rússlandi og jafnvel talað máli Rússa.

Sjá einnig: Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss

Bæði herir Evrópu og hergagnaiðnaður heimsálfunnar hafa séð betri tíma. Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Friedrich Merzþingflokksformaður Kristilegra demókrata
  • Olaf Scholzkanslari Þýskalands
  • Politicobandarískt blað

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 389 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 94,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,69.