ESB grípur til aðgerða vegna tollahækkana Trumps
Ritstjórn mbl.is
2025-03-12 07:41
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar í mótagerðir frá og með 1. apríl næstkomandi til að bregðast við tollahækkunum Bandaríkjamanna á vörur úr stáli og áli sem tóku gildi í nótt.
Tollahækkanir Evrópusambandsins ná til vöruinnflutnings fyrir um 28 milljarða dollara frá Bandaríkjunum.
„Við hörmum þessa ráðstöfun,“ sagði Ursula von der Leyen, yfirmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í tilkynningu sem birt var í morgun en 25 prósenta tollur á allt innflutt ál og stál tók gildi á miðnætti og markar nýtt stig í viðskiptastríðinu á milli Bandaríkjanna og helstu viðskiptalanda þeirra.
„Tollar eru skattar. Þeir eru slæmir fyrir fyrirtæki og enn verri fyrir neytendur. Þeir hafa í för með sér óvissu fyrir hagkerfið. Evrópusambandið verður að bregðast við til að vernda neytendur og fyrirtæki. Mótaðgerðirnar sem við grípum til eru sterkar
Í tilkynningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kemur fram að mótaðgerðirnar séu mótvægi við heildaráhrif af nýjum tollum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur komið á en að enn sé tími til að koma í veg fyrir að hækkanirnar taki gildi.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Ursula von der Leyenforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 165 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,73.