48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi
Atli Ísleifsson
2025-04-02 11:36
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Umráðamaður hunds á Norðausturlandi hefur verið sektaður um 48 þúsund krónur fyrir að hafa beitt gæludýri sínu harðýðgi í vitna viðurvist. Hann hafi með þessu brotið dýravelferðarlög og því hlotið stjórnvaldssekt.
Frá þessu segir á vef Matvælastofnunar þar sem greint er frá stjórnvaldsákvörðunum og aðgerðum Matvæðastofnunar í dýravelfarðarmálum í síðasta mánuði.
Þar segir frá því að bóndi á Suðurlandi hafi vanrækt fóðrun og brynningu sauðfjár vegna skorts á getu. Matvælastofnun hafi því skipað honum tilsjónarmann fram yfir sauðburð á hans kostnað.
Þá segir frá því að hundaeigandi höfuðborgarsvæðinu hafi verið kærður til lögreglu fyrir að hóta eftirlitsmanni Matvælastofnunar. Eftirlitsmaðurinn hafi farið á vettvang í kjölfar ábendingar um slæma meðferð á hundinum. Umráðamaðurinn hafi við það tilefni hótað eftirlitsmanninum ofbeldi sem sé brot á 106. Grein almennra hegningarlaga. Brotið var þá kært til lögreglu.
Loks segir frá því að bóndi á Vesturlandi hafi verið kærður til lögreglu fyrir brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. „Sauðfé í eigu hans slapp yfir varnarlínu á milli smithólfa. Í stað þess að slátra því strax eins og krafist er í dýrasjúkdómalögum flutti hann það til baka á bæ sinn og braut þar með lögin tvisvar.“
Nafnalisti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 205 eindir í 13 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 84,6%.
- Margræðnistuðull var 1,67.