Stjórnmál

Dauðadans eða samræða til fyrirmyndar?

Oddný Eir Ævarsdóttir

2025-03-31 15:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Eftir rektorskjörið tjá ýmsir borgarar háskólasamfélagsins sig um aðdraganda kosninganna á FB og gera upp baráttuna. Þykir sumum hún hafa verið drengileg en öðrum þykir illa hafa verið vegið heiðri með undirróðri rétt fyrir lokabaráttuna. Nokkrir stuðningsmenn Magnúsar Karls finnst áherslan á hið svokallaða plastbarkamál hafa verið hlutfallslega mikil rétt fyrir seinni umferð kosninganna og velta fyrir sér ástæðum ítrekaðrar áminningar um hlutverk Magnúsar Karls í þeim sorgarleik, en hann fagnaði umræðunni þegar hún kom upp og svaraði fyrir sig, útskýrði hve hlutverk sitt hefði verið lítið í málinu. En svo hafði verið haldið áfram ræða málið eins og engar útskýringar hefðu verið gefnar. Á hinn bóginn réttlæta menn í þessari orðasennu áframhaldandi umræðu og segja orðrómurinn hefði verið hávær og því betra ræða málið opinskátt og ekki hægt einskorða þá umræðu við eitt skipti. telja margir þetta hafi gefið mótleikara og núverandi rektor Háskóla Íslands, Silju Báru, forskot. Aðrir telja lúalegt eigna áróðri sanngjarnan sigur hennar.

gerir maður sér vonir um geta Háskólaborgaranna til opinnar, gagnrýnnar og málefnalegrar umræðu okkur hinum áskorun og fyrirmynd, en vegna smæðar sinnar efast margir um samræðan geti nokkurn tíma skorað hreppapólitíkina endanlega á hólm. Ef opnað er fyrir beinagrindunum og þeim leyft taka þátt í samræðunni, er þá dansinn óhjákvæmlega dauðadans?

Nafnalisti

  • Magnús Karlsonur Ásmundar Friðrikssonar
  • Silja Báralíklega víðförlasti stjórnmálafræðingur landsins, sem sérhæfir sig í alþjóðastjórnmálum í þokkabót

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 233 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 88,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.