Táraðist á blaðamannafundi: Mun ekki bregðast Kanada
Ritstjórn mbl.is
2025-03-07 17:30
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og Donald Trump Bandaríkjaforseti áttu spennuþrungið símtal á miðvikudag, í kjölfar þess að Trudeau tilkynnti áform um 25% hefndar-tolla gegn Bandaríkjunum. Trudeau sagði símtalið skrautlegt en þó gagnlegt.
Trudeau hafði reynt að ná tali af Trump á mánudag í von um að ná samkomulagi, rétt áður en þeir tollar sem Bandaríkjaforseti hafði hótað gegn Kína, Kanada og Mexíkó tóku gildi, en Trump tók ekki símtalið.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur neitað samtali við leiðtoga Kanada eða Mexíkó, yfir nokkurra vikna samningaviðræður til að koma í veg fyrir tollastríð í Norður-Ameríku.
Símtalið endaði „nokkuð“ vinalega
Trump sagðist í símtalinu ekki nægilega sannfærður um að gripið hafi verið til nægra aðgerða til að takast á við áhyggjur Bandaríkjanna um smygl á fíkniefninu fentaníl frá Kanada til Bandaríkjanna.
Minna en 1% af ólöglegu framboði fentaníl í Bandaríkjunum kemur frá Kanada, að því er fram kemur í opinberum upplýsingum ríkisstjórnanna beggja.
Bandaríkjaforsetinn neitaði umræddum tölum um fentaníl-smygl frá Kanada til Bandaríkjanna. Sakaði hann Trudeau einnig á samfélagsmiðlum um að nota deiluna um tollastríð til að „halda völdum“, en tók um leið fram að umræða þeirra hafi endað á „nokkuð“ vinalegan hátt.
„[Hann] gat ekki sagt mér hvenær kosningarnar í Kanada fara fram, sem vakti forvitni mína. Ég meina, hvað er í gangi? Ég áttaði mig svo á að hann er að reyna nýta sér þessar aðstæður til að halda völdum,“ sagði í færslu Trump.
Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá Trudeau halda aftur af tárunum-á líklega einum af síðustu blaðamannafundum hans sem forsætisráðherra-er hann segist ekki munu bregðast Kanada, á meðan hann væri enn við völd.
„Þú virðist verða nokkuð tilfinningaþrunginn yfir þessu, að vera að hætta“ sagði blaðamaður á fundinum.
„Það hefur verið heiður lífs míns, að þjóna Kanada,“ svaraði Trudeau.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Justin Trudeauforsætisráðherra
- Norður-Ameríkusá stærsti í heimi
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 340 eindir í 15 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 80,0%.
- Margræðnistuðull var 1,63.