Laun formanns SÍS nær þrefaldast á tveimur árum

Alexander Kristjánsson

2025-03-08 14:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Laun fyrir formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa nær þrefaldast á tveimur árum. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Launin nema 762.921 krónu, auk ökutækjastyrks upp á 105.750 krónur. Heildarlaun eru því 868.671 króna á mánuði. Nemur hækkunin 170% á tímabilinuþ.e. launin hafa 2,7faldast.

Morgunblaðið greinir frá því á síðasta ári hafi verið samþykktar nýjar reglur um laun formannsins miðist við helming þingfararkaups. Í svari Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn blaðsins kemur fram fundum stjórnar hafi verið fjölgað úr einum í tvo á mánuði.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur verið formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2022. Áður hefur verið greint frá því hún fái laun frá Sambandinu ofan á laun fyrir borgarstjórastarfið og nema samanlögð laun hennar því rúmum 3,8 milljónum króna.

Nafnalisti

  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 131 eind í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,54.