Íþróttir

Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé

Ágúst Orri Arnarson

2025-03-29 18:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Hlynur Freyr Karlsson voru báðir í byrjunarliðinu hjá sínum liðum í dag, í fyrsta leik eftir landsleikjahlé.

Hjörtur lék allan leikinn og hélt hreinu í 01 útisigri hjá sínu liði Volos gegn Kallithea, í fyrstu umferð neðri hlutans eftir grísku úrvalsdeildinni var skipt upp.

Hlynur var í byrjunarliðinu og spilaði áttatíu mínútur í 20 tapi Brommapojkarna gegn Hacken í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Miðverðirnir voru hvorugir kallaðir inn í landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Kósovó á dögunum, þrátt fyrir liðið væri mjög þunnskipað í þeirri stöðu. Hlynur spilaði samt með u 21 árs landsliðinu.

Þeirra í stað voru náttúrulegir miðjumenn, Aron Einar Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson, látnir leysa miðvarðarstöðuna. Miðjumaður var einnig látinn leysa vinstri bakvarðarstöðuna. Með afleitum árangri.

Ég held [Arnar landsliðsþjálfari] þurfi horfa núna í það mögulega er kominn tími á nýja leikmenn, eins og Hlynur Freyr og þessir strákar í U-21, og leikmaður eins og Hjörtur sagði knattspyrnusérfræðingurinn Albert Brynjar.

Lárus Orri Stefánsson tók undir með honum og benti sérstaklega á það sem mistök Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum.

Spennandi verður fylgjast með hvort Hjörtur og Hlynur haldi áfram spila með sínum félagsliðum, og fái þá mögulega kallið inn í næsta landsliðshóp, sem mun koma saman fyrir æfingaleiki gegn Skotlandi og N-Írlandi í byrjun júní.

Nafnalisti

  • Albert Brynjarmetfé frá Fylki
  • Arnarfrystitogari
  • Aron Einar GunnarssonFyrirliði
  • Brommapojkarnasænskt úrvalsdeildarlið
  • Hackensænskt lið
  • Hjörtur Hermannssoníslenskur landsliðsmaður
  • Hlynur Freyr Karlssonfyrirliði íslenska U-19 ára landsliðsins í fótbolta karla
  • Ísak Bergmann Jóhannessoníslenskur landsliðsmaður
  • Lárus Orri Stefánsson
  • Örnflugfélag
  • Stefán Teitur ÞórðarsonSkagamaður
  • Volosborg

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 243 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 81,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.