Stjórnmál

Barns­faðir Ást­hildar Lóu: „Þetta er farið af stað al­gjör­lega í minni ó­þökk“

Kolbeinn Tumi Daðason

2025-03-21 11:05

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið í hans óþökk. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti í gær eftir greint var frá því hún hefði eignast barn með sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf 22 ára.

Eiríkur Ásmundsson framkvæmdastjóri er barnsfaðir Ásthildar Lóu. Hann er í dag 51 árs gamall og segir í stuttu samtali við Vísi ekki hafa neitt haft gera með erindi fyrrverandi tengdamóður sinnar til forsætisráðuneytisins.

Sogast inn í málið eins og ráðherra

Samkvæmt heimildum fréttastofu var það Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks, sem leitaði til forsætisráðuneytisins og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Fréttastofa RÚV komst á snoðir um málið og fjallaði um málið í sexfréttum sínum í gær. Í framhaldinu sagði Ásthildur Lóa af sér.

Eiríkur segist hafa tekið strax þá afstöðu í þessu máli tjá sig ekkert um það, enda málið á engan hátt frá honum komið. Hann hafi sogast inn í það eins og ráðherra.

Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk, segir Eiríkur.

Hann ætli ekki bregðast við yfirlýsingu Ásthildar Lóu frá því í morgun eins og staðan í dag.

Kristilegt starf hjá Trú og líf

Ásthildur Lóa segist hafa kynnst barnsföður sínum í gegnum starf kristilega safnaðarins Trú og líf. Þrátt fyrir aldursmuninn hafi hún verið óreynd í samskiptum kynjanna, ekki við karlmann kennd og látið undan þrýstingi unglingspiltsins.

Eina nótt í september 1989 hafi hún hleypt honum inn og segist Ásthildur Lóa hreinlega ekki hafa höndlað aðstæðurnar. Hún minnir á sjálfræðisaldur á þeim tíma hafi verið sextán ár og sambönd fólks á þessum aldri ekki verið óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Algengara hafi verið karlmaðurinn væri eldri en stúlkan.

Yfirlýsingu hennar lesa í fréttinni hér að neðan.

Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Eiríkur Ásmundsson
  • Ólöf Björnsdóttir

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 341 eind í 21 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 20 málsgreinar eða 95,2%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.