Menning og listir

Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er á­fram“

Magnús Jochum Pálsson

2025-03-08 14:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað heimsherferðinni March Forward til hvetja fólk til taka afstöðu til gegn bakslagi mannréttinda kvenna og hinsegin fólks. Herferðinni verður ýtt úr vör í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, á viðburði í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll.

Kynnar á viðburðinum verða Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson. Á dagskrá viðburðarins munu Domus Vox, Karlakórinn Fóstbræður, Kvennakór Reykjavíkur og Skólakór Kársness syngja saman og hefur sérstakur tónlistargjörningur verið skapaður í tilefni dagsins.

Erindi og hugvekjur verða fluttar og meðal ræðumanna verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Guðrún Ágústsdóttir rauðsokka, Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundur og Grace Achieng athafnakona. Lesa um dagskrána nánar á Facebook-síðu viðburðarins.

Viðburðurinn hefst klukkan 15, húsið opnar 14:30 og stendur dagskráin yfir til 17. Vísir verður með beint streymi frá viðburðinum sem hægt er fylgjast með hér að neðan.

Fimmtíu ár frá tímamótum

March Forward er alþjóðlegt átak sem leitt er af UN Women á Íslandi og er markmið þess skapa hreyfingu sem sameinar fólk til taka afstöðu gegn bakslaginu sem orðið hefur í jafnréttismálum á heimsvísu og þeirri alvarlegu afturför kynjajafnréttis sem á sér stað í heiminum, segir í tilkynningu frá UN Women.

Átakið fer fram á tímamótum í baráttu fyrir jafnrétti og er hluti af mikilvægu afmælisári þar sem fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975, þrjátíu ár eru frá samþykkt Peking-sáttmálans og fimmtán ár eru frá stofnun UN Women.

Allar þrettán landsnefndir UN Women taka þátt í átakinu, sem og höfuðstöðvar UN Women í New York og landsskrifstofur UN Women um allan heim.

Ísland er það land í heiminum sem er næst því fullkomnu kynjajafnrétti og það er okkar markmið Ísland haldi þeirri vegferð áfram og verði fyrsta landið í sögu mannkyns þar sem konur og hinsegin fólk býr við jafnan rétt, öryggi og tækifæri. Þetta er ástæðan fyrir því UN Women á Íslandi leiðir þessa heimsherferð og með stuðningi íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja, segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í tilkynningu.

Nafnalisti

  • Domus Voxsöngskóli
  • Facebook-síðufylgdi pistli um sumarskrifstofu samgönguráðherrans Ketil Solvik-Olsen, þegar lesandi benti á í athugasemd að skrifstofunni, fjölsæta bifreið með sportlegum reiðhjólum áfestum, var einmitt lagt á akrein sem ætluð er þeim síðarnefndu
  • Fannar Arnarssonannar eigandi fyrirtækja- og veisluþjónustunnar Matarkompanís
  • Grace Achiengeinstæð 38 ára gömul móðir sem ákvað að nema land á Íslandi
  • Guðrún Ágústsdóttirfyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur
  • Guðrún Eva Mínervudóttirrithöfundur
  • Íris Tanja Flygenringleikkona
  • March Forward
  • Stella Samúelsdóttirframkvæmdastýra UN Women á Íslandi
  • WomenEcology and the Scientific Revolution
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 353 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,73.