Sæki samantekt...
Aron Einar Gunnarsson fyrrum fyrirliði landsliðsins lék allar 90 mínúturnar með íslenska landsliðinu í 2–1 tapi gegn Kosóvó í gær.
Aron sem hefur nánast allan sinn feril spilað sem miðjumaður lék sem miðvörður í fyrsta landsleik Arnars Gunnlaugssonar í gær.
Líklega er það staðan sem Aron mun spila með landsliðinu næstu mánuði og ár.
Meiðsli hafa aftrað Aroni síðustu ár og hann ekki getað tekið þátt í öllum þeim landsleikjum sem hafa verið.
Hann spilaði síðast 90 mínútur í landsleik í september árið 2022 þegar liðið lék undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, hann kláraði aldrei heilan leik undir stjórn Age Hareide.
Aron er einn besti landsliðsmaður sem Íslands hefur átt en á milli 90 mínútna landsleikja liðu 911 dagar.
Nafnalisti
- Age Hareidelandsliðsþjálfari Íslands
- Arnar Gunnlaugssonþjálfari
- Arnar Þór Viðarssonþjálfari
- Aron Einar GunnarssonFyrirliði
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 118 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 83,3%.
- Margræðnistuðull var 1,64.