Viðskipti

Besta rekstrarár Hörpu frá upphafi

Ritstjórn mbl.is

2025-03-31 15:01

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Árið 2024 var besta rekstrarár tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu frá opnun hússins árið 2011 því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir jókst um 52% úr rúmlega 197 milljónum í rúmlega 300 milljónir króna samkvæmt tilkynningunni.

Tap fjárhæð 13,8 milljónir króna varð af heildarstarfsemi samstæðunnar á árinu teknu tilliti til tekjuskatts, afskrifta og fjármagnsliða samanborið við 65,4 milljóna króna tap á árinu 2023.

Rekstrartekjur af starfseminni hækka um 11,8% á milli ára og námu 1.858,9 milljónum króna samanborið við 1.663 milljónir króna árið 2023.

Óbreytt framlög

Rekstrarframlög eigenda, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar eru óbreytt á milli ára og námu 601 milljón króna. Rekstrartekjur með framlögum eigenda námu því samtals 2.491,4 milljónum króna og hækkuðu um 8,6%.

Í tilkynningunni kemur fram mikil gróska hafi verið í viðburðahaldi og aldrei hafi fleiri miðar selst í miðasölu í Hörpu, alls 228.000 miðar samanborið við 199.000 árið áður. Heildarvelta miðasölu sem Harpa annast fyrir viðburðarhaldara nam 1.863 milljónum króna, sem er 32% aukning frá 1.408 milljónum árið 2023. Á árinu 2024 fóru fram 1.411 viðburðir í Hörpu samanborið við 1.398 árið áður. Þar af voru 502 ráðstefnu tengdir viðburðir, þar á meðal ráðstefnur, fundir, veislur og móttökur. Listviðburðum fjölgaði um 11%, úr 811 í 879 viðburði, segir í tilkynningunni.

Á aðalfundi félagsins í dag var uppgjör félagsins fyrir árið 2024 kynnt ásamt ársskýrslu. Auk þess var kynnt skýrsla um efnahagsleg áhrif af starfsemi Hörpu sem unnin var af Rannsóknarsetri skapandi greina.

Ingibjörg endurkjörin

Á fundinum fór fram stjórnarkjör þar sem Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir var endurkjörin formaður og Árni Geir Pálsson var sömuleiðis endurkjörinn. Guðrún Erla Jónsdóttir, Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Pétur Magnússon koma inn í stjórn. Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir og Jóhanna Margrét Gísladóttir voru kjörnar varamenn.

Á aðalfundinum kynnti Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, formaður stjórnar, niðurstöður nýrrar skýrslu um hagræn áhrif af starfsemi Hörpu. Úttektin var gerð frumkvæði Hörpu en unnin af Ágústi Ólafi Ágústssyni hagfræðingi og lögfræðingi fyrir hönd Rannsóknarseturs skapandi greina.

Í tilkynningu Hörpu segir skýrslan sýni glöggt framlag Hörpu til samfélagsins verulegt. Bein, óbein og afleidd efnahagsleg áhrif af starfseminni í Hörpu nema árlega um 10 milljörðum króna, en heildarskatttekjur vegna umsvifanna nema 9 milljörðum króna. Skatttekjur hins opinbera tengdar starfseminni í Hörpu eru því 15 sinnum hærri en árlegt rekstrarframlag ríkis og Reykjavíkurborgar.

Mikilvægur vettvangur

Í skýrslunni kemur fram mikilvægi Hörpu sem vettvangs fyrir tónlist og hvers kyns menningarviðburði. Í skýrslunni segir einnig húsið hafi verulega styrkt stöðu Íslands og Reykjavíkur í samkeppni um alþjóðlegar ráðstefnur og aðra viðburði. Þá kemur fram í skýrslunni Harpa hafi eflt fagmennsku í viðburðahaldi, tækni og skapandi greinum og styrkt menningarlega ímynd Íslands.

Svanhildur kveðst í tilkynningunni virkilega ánægð með áframhaldandi bætingu í rekstrinum sem náðst hafi með samstilltum metnaði alls starfsfólks Hörpu.

Það er líka sérstaklega ánægjulegt vera búin greiningu á efnahagslegum áhrifum Hörpu og dregur skýrslan fram verðmætasköpunin fyrir hagkerfið-og þar með samfélagið-er sambærileg eða meiri en áhrif annarra stórra menningarhúsa á borð við Óperuhúsið í Sydney og tónlistarhúsið í Hamborg.

Nafnalisti

  • Ágúst Ólafur Ágústssonfyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar
  • Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttirsérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu
  • Árni Geir Pálssonfyrrverandi forstjóri Icelandic Group
  • Guðrún Erla Jónsdóttirstefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur
  • Harpatónlistar og ráðstefnuhús
  • Ingibjörg Ösp Stefánsdóttirverkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins
  • Jóhanna Margrét Gísladóttirframkvæmdastjóri þróunarsviðs Orkunnar
  • Ólöf Kristín Sigurðardóttirsafnstjóri Listasafns Reykjavíkur
  • Pétur Magnússonforstjóri Reykjalundar
  • Svanhildurlögfræðingur frá Háskóla Íslands með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 505 eindir í 29 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 28 málsgreinar eða 96,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.