Íþróttir

„Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvu­leiki“

Ingvi Þór Sæmundsson

2025-04-01 12:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Oliver Heiðarsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra, tók fótboltann ekki alvarlega fyrr en á unglingsaldri og var meira í öðrum íþróttum þegar hann var yngri.

ÍBV var til umfjöllunar í þriðja þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Eyjamenn unnu Lengjudeildina í fyrra þar sem Oliver skoraði fjórtán mörk. Það hins vegar ekkert endilega fyrir hann yrði fótboltamaður eins og faðir sinn, Heiðar Helguson.

Ég var meira í öðrum íþróttum í Englandi. Ég æfði fótbolta einu sinni á laugardegi og spilaði svo á sunnudegi. Það var ekki mín uppáhalds íþrótt. Ég var alltaf í skólaíþróttunum; það var rugby, grashokkí og krikket. Mér fannst langskemmtilegast í rugby því þá gat maður hlaupið menn niður. Það var ógeðslega gaman í rugby, sagði Oliver í samtali við Baldur Sigurðsson.

En hvenær kviknaði fótboltaáhuginn?

Ég kom alltaf heim á sumrin í Þrótt æfa fótbolta og svona en hann kviknaði ekkert almennilega fyrr en í 2. flokki. Þegar ég kom heim var ég í A-liði fyrstu árin en svo missti ég þannig séð áhugann á gera þetta almennilega. Ég var meira fyrir borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki, sagði Oliver.

Svo allt í einu kom vaxtarkippur, ég grenntist aðeins, byrjaði í fótbolta og þá loksins komst maður í A-liðið. Ég átti gott tímabil þar og þannig byrjaði ferilinn á Íslandi. Á fyrsta ári í 2. flokki tók ég vaxtarkippinn og byrja spila fótbolta almennilega. Svo var miðárið í 2. flokki mjög gott. Ég held ég hafi skorað fjórtán mörk og við komumst upp úr riðlinum. Svo er ég bara orðinn fastamaður í meistaraflokki á elsta ári í 2. flokki og er farinn í FH eftir það.

Oliver gekk í raðir ÍBV frá FH 2023. Eyjamenn féllu það sumar en komust strax aftur upp í Bestu deildina. Þeir mæta Víkingum í fyrsta leik sínum á tímabilinu á mánudaginn.

Innslagið úr Lengsta undirbúningstímabili í heimi sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Nafnalisti

  • A-liðiðskráð lið í 3ju deild, sem að mestu er skipað strákum á aldrinum 14-16 ára
  • Baldur Sigurðssonfyrrverandi fyrirliði KR
  • Heiðar Helgusonknattspyrnumaður
  • Oliver Heiðarssonsonur fyrrum atvinnumannsins Heiðars Helgusonar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 353 eindir í 24 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 22 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,57.