Efnahagsmál

Vilja fleiri börn og meiri neyslu

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-17 18:31

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Kínversk stjórnvöld hafa kortlagt áætlun um auka neyslu meðal almennings í landinu, meðal annars með því auka tekjur. Áætlunin er hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar um styðja við kínverska hagkerfið í ljósi aukinna tolla frá Donald Trump.

Skýrsla frá kínverska ríkisráðinu, sem gefin var út í gær, minnist á mikilvægi þess koma á stöðugleika á kínverska hlutabréfa- og fasteignamarkaðinn ásamt því reyna hækka fæðingartíðni landsins.

Kínversk stjórnvöld hafa í auknum mæli viðurkennt grípa þurfi til nauðsynlegra aðgerða til auka neyslu. Á þingfundi kommúnistaflokksins, sem haldinn var í þessum mánuði, sögðu flokksmenn til dæmis í fyrsta skipti síðan Xi Jinping komst til valda neysluaukning væri forgangsverkefni fyrir Kína.

Sjá einnig]] Tollarnir gætu verið þungt högg fyrir Kínahverfin

Áætlunin nær yfir átta mismunandi svið og lýsir til mynda áformum um hvetja til barneigna með því lengja fæðingarorlof.

Héraðsstjórnir hafa þegar byrjað styðja við þá áætlun en Hohhot, höfuðborg Innri Mongólíu, hefur til dæmis kynnt áætlanir um niðurgreiðslu á barnatengdum útgjöldum.

Kínverjar hafa sett sér 5% vaxtarmarkmið fyrir árið 2025 og telja aukna neyslu vera lykilatriði í því markmiði. Aukin alþjóðleg spenna og tollar hafa hægt á kínverskum útflutningi en útflutningur samsvaraði þriðjungi af hagvexti landsins í fyrra.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Hohhotstórborg
  • Xi Jinpingforseti

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 218 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 80,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.