Stjórnmál

Fékk síma og heimilisfang frá aðstoðarmanni forsætisráðherra

Ritstjórn mbl.is

2025-03-23 18:36

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra sendi aðstoðarmanni Ásthildar Lóu skjáskot af erindi Ólafar Björnsdóttur sem innihélt heimilisfang hennar og símanúmer.

Þetta kemur fram í tímalínu samskipta sem forsætisráðuneytið hefur gefið út í tengslum við erindi sem barst ráðuneytinu vegna Ásthildar Lóu Þórsdóttur þáverandi mennta- og barnamálaráðherra.

Eins og áður hefur komið fram hringdi þáverandi ráðherra, Ásthildur Lóa, ítrekað í Ólöfu í kjölfar erindis hennar og mætti heim til hennar kvöldi til, í kjölfar þess hún óskaði eftir fundi við forsætisráðherra og krafðist þess ráðherrann stigi til hliðar vegna þess hún barn með 16 ára táningi er hún sjálf var 22 ára.

Ekki heimilt heita trúnaði

Fram kemur í gögnum málsins Ólöfu hafi hvorki verið heitinn trúnaður af forsætisráðuneytinu stjórnarráðinu, hvorki í tölvupósti símtali. Ólöf er ekki nafngreind í gögnunum.

Ólöf hafði áður sagt í símtali sem hún átti við forsætisráðuneytið hafi komið fram trúnaði væri haldið um erindi sem til ráðuneytisins berast.

Í greinargerð þar sem tímalínan er rakin kemur fram samkvæmt upplýsingum frá Umbru, þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, hafi borist þangað símtal frá Ólöfu þamm 11. mars, kl. 12:06, þar sem óskað var eftir samtali við forsætisráðherra.

Símtalið hafi ekki verið áframsent á starfsmenn forsætisráðuneytisins en henni hafi verið leiðbeint um hafa samband við ráðuneytið á netfang þess. Ekki hafi verið rædd efnisatriði málsins eða trúnaði heitið.

Í því sambandi skal áréttað stjórnvöldum er ekki heimilt heita trúnaði um upplýsingar sem þeim berast, enda gildir meginregla upplýsingar og gögn sem stjórnvöldum berast skulu vera aðgengileg nema þær takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við.

Sendi persónuupplýsingar í textaskilaboðum

Hvað upplýsingagjöf til þáverandi ráðherra Ásthildar Lóu varði, hafi aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, það er Ólafur Kjaran, sent aðstoðarmanni Ásthildar Lóu textaskilaboð 11. mars. Þar hafi hann spurst fyrir um hvort ráðherra þekkti til Ólafar eða mögulegs fundarefni.

Með skilaboðunum fylgdi skjáskot af fundarbeiðninni sem innihélt nafn, símanúmer og heimilisfang konunnar sem erindið sendi.

Síðar sama dag hittust aðstoðarmenn ráðherranna tveggja á Alþingi þar sem ráðherrar svöruðu óundirbúnum fyrirspurnum. Þar greindi aðstoðarmaður Ásthildar Lóu Ólafi Kjaran frá því munnlega Ásthildur Lóa þekkti ekki til Ólafar og vissi ekki um hvað mögulegt fundarefni snerist. Ásthildur Lóa kom á eftir aðstoðarmanni sínum og staðfesti þetta einnig við Ólaf.

Frekari samskipti milli ráðuneytanna tveggja áttu sér ekki stað um fundarbeiðnina eða málið að öðru leyti fyrr en 20. mars, þegar þeim varð ljóst fjölmiðlar væru komnir á snoðir um málið.

Boðað til fundar í kjölfar fyrirspurna Rúv.

Í símtali morgni 20. mars óskaði fréttamaður Rúv. eftir upplýsingum frá aðstoðarmanni forsætisráðherra um það hvort erindi Ólafar hefði borist ráðuneytinu.

Í skilaboðum sem aðstoðarmaður Ásthildar Lóu sendi aðstoðarmanni Kristrúnar sama dag var óskað eftir fundi hennar með Kristrúnu og Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formanns Flokks fólksins, um málið vegna fyrirspurna RÚV til Ásthildar Lóu.

Forsætisráðherra var upplýstur um þetta um kl. 14 og var í kjölfarið efnt til fundar formanna ríkisstjórnarflokkanna þriggja og Ásthildar Lóu sem lauk á sjötta tímanum þann sama dag.

Tímalínuna lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Tímalína samskipta vegna erindis um Ásthildar Lóu

Tölvupóstsamskipti vegna erindisins skoða hér fyrir neðan:

Tölvupóstar úr málaskrá vegna erindis um Ásthildi Lóu

Ekki liggja enn fyrir afrit af textaskilaboðum sem gengu á milli.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór formaður VR
  • Ásthildur Lóa Ólafi Kjaran
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Inga Sælandformaður
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Ólafurstjórnarformaður Eglu, stærsta einstaka aðila í kaupum S-hópsins svokallaða á tæpum helmingshlut í Búnaðarbankanum
  • Ólafur Kjaran
  • Ólöf Björnsdóttir

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 564 eindir í 29 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 29 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,55.