Íþróttir

Andrea í undan­úr­slit eftir dramatík í vító

Sindri Sverrisson

2025-03-30 15:59

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þýska liðið Blomberg-Lippe, sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir spila með, komst í dag í undanúrslit Erópudeildarinnar eftir mikla dramatík.

Blomberg-Lippe virtist í góðum málum eftir hafa unnið 28-25 útisigur gegn Bera Bera í fyrri leik liðanna fyrir viku.

Þegar liðin mættust í Þýskalandi í dag náðu gestirnir frá Spáni hins vegar knýja einnig fram þriggja marka sigur, 2219, og því þurfti grípa til vítakeppni.

Þar skoraði hvort lið úr fjórum af fimm vítum sínum svo úrslitin í einvíginu réðust ekki fyrr en í bráðabana, þar sem fyrsta víti gestanna var varið á meðan Vegue I Pena skoraði fyrir Blomberg-Lippe og tryggði liðinu sæti í undanúrslitum.

Andrea var næstmarkahæst hjá Blomberg-Lippe með fjögur mörk en Díana Dögg hefur verið frá keppni síðan hún ristarbrotnaði í janúar.

Auk Blomberg-Lippe eru lið Thüringer, Ikast og Dijon komin í undanúrslitin, eða Final Four, sem leikin verða í byrjun maí.

Nafnalisti

  • Andrea Jacobsenlandsliðskona
  • Bera Bera
  • Díana Dögg Magnúsdóttirlandsliðskona í handbolta
  • Dijonfranskt lið
  • Final Fourundanúrslitaleikur í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans
  • Thüringerþýskt lið
  • Vegue I Pena

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 161 eind í 6 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 4 málsgreinar eða 66,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,76.