Sorg­mæddur og hissa vegna á­sakana um njósnir

Oddur Ævar Gunnarsson

2025-04-03 19:27

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sendiherra Kína á Íslandi segist harma fullyrðingar yfirmanns öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja hér á landi. Hann hafnar þeim með öllum og segist vona löndin haldi áfram giftusamlegu samstarfi.

Karl Steinar Valsson yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra sagði í síðustu viku tímabært væri opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Hann kynnti nýtt stöðumat um öryggisáskoranir á ráðstefnu embættisins í síðustu viku og sagði viðkvæmt hefði verið fjalla um njósnir Kínverja hér á landi, en væri tímabært opna þá umræðu.

Segir mikla hagsmuni í húfi

Sendiherra Kína á Íslandi He Rulong bauð fulltrúum íslensks atvinnulífs og utanríkisráðuneytinu á pallborð um samstarf Kína og Íslands á sviði viðskipta, menningar og orkumála. Hann hafnar ásökunum lögreglunnar um njósnir og segir Kína ekki skipta sér af innanríkismálum á Íslandi.

Og ég tel augljóst atvinnulífið og fólkið í landinu styður samstarf og ég vona ríkisstjórnir okkar geti gripið tækifærið, því samstarf þjóðanna tveggja getur komið þeim báðum vel, segir sendiherrann.

Miklir hagsmunir séu í húfi í umræðu sem þessari, fjöldi kínverskra ferðamanna hafi sem dæmi aldrei verið meiri á Íslandi og segir Rulong neikvæð umræða um Kína hérlendis geti haft áhrif á skoðanir þeirra og þeir velt fyrir sér hvort þeir séu velkomnir hér á landi.

Ísland hefur margt bjóða, þetta er stórkostlegur staður og ég er eilítið sorgmæddur og hissa til vera hreinskilinn á því slík ummæli hafi verið látin falla þegar fólkið ykkar hefur sósts eftir samstarfi við Kína.

Hann segist telja kínversku þjóðina sára vegna ummælanna. Rulong segist vona viðkomandi stofnun, það er Ríkislögreglustjóri, sjái sér og hlusti á raddir þeirra sem kallað hafa eftir samstarfi ríkjanna tveggja.

Nafnalisti

  • He Rulongsendiherra Kína á Íslandi
  • Karl Steinar Valssonyfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 294 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.