Segir Müller eiga skilið góða kveðju­stund

Ágúst Orri Arnarson

2025-04-01 22:47

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Louis Van Gaal, fyrrum þjálfari Bayern München, segir Thomas Müller eiga skilið góða kveðjustund frá félaginu, þar sem ekki lítur út fyrir samningur hans verði framlengdur.

Van Gaal var þjálfari Bayern frá 200911 og sem gaf Müller sín fyrstu alvöru tækifæri hjá liðinu, þó hann hafi þreytt frumraunina undir Jurgen Klinsmann árið áður. Síðan þá hefur Müller orðið leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins, unnið úrvalsdeildina tólf sinnum og Meistaradeildina tvisvar.

er hins vegar útlit fyrir ferill hans hjá Bayern á enda. Samningur hans rennur út í sumar og viðræður um framlengingu hafa siglt í strand.

Því miður fær Müller ekki margar mínútur lengur. Það er undir honum komið hvort hann vildi halda áfram í þessu hlutverki eftir hafa verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins um árabil. Ef hann ákveður fara á hann skilið góða kveðjustund, frá öllum stuðningsmönnum, leikmönnum og þjálfurum Bayern sagði Van Gaal við Sky Sports í Þýskalandi.

Müller er sagður vilja vera áfram en félagið hefur ekki boðið honum nýjan samning og háar launakröfur eru taldar helsta ástæða þess.

Fundað verður aftur síðar í vikunni og lokaákvörðun tekin en ljóst er framlenging Müller hefur ekki verið forgangsmál hjá félaginu, sem hefur í vetur gert nýja samninga við Manuel Neuer, Alphonso Davies, Jamal Musiala og Joshua Kimmich.

Svo gæti farið samningur Müller renni út og hann yfirgefi félagið ósáttur við sín hlutskipti. Hvort hann haldi þá áfram spila félagsliðafótbolta er óvíst, en landsliðskórnir voru lagðir á hilluna eftir EM síðasta sumar.

Nafnalisti

  • Alphonso Daviesleikmaður Bayern München
  • Bayernstigi
  • Jamal Musialaleikmaður Bayern München
  • Joshua Kimmichþýskur landsliðsmaður
  • Jurgen Klinsmannfyrrum framherji Tottenham
  • Louis Van Gaalknattspyrnustjóri Manchester United
  • Manuel Neuermarkvörður Bayern Munchen
  • Sky Sportssjónvarpsstöð
  • Thomas Müllerleikmaður Bayern München
  • Van Gaallandsliðsþjálfari Hollendinga í þriðja skiptið

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 265 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.