Ólíklegt að frumvarp fáist afgreitt

Ritstjórn mbl.is

2025-03-11 18:44

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða til tryggja strandveiðibátum 48 óskerta veiðidaga mun líklega ekki fást afgreitt fyrir sumarið eins og stefnt var . Þetta segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Hanna Katrín kvaðst hins vegar hafa á ríkisstjórnarfundi í dag kynnt breytingar á strandveiðikerfinu í gegnum reglugerð með markmið um tryggja öllum bátum 48 veiðidaga. Hún boðaði í samtali við Ríkisútvarpið hafið yrði samráðsferli í dag í tengslum við reglugerðina en reglugerðardrög hafa ekki verið birt í samráðsgátt stjórnvalda, það útilokar þó ekki samráð hafi verið hafið fyrir luktum dyrum.

Þegar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra 9. apríl í fyrra kvaðst hún ætla vinna því tryggja strandveiðum sem flesta veiðidaga, en viðurkenndi þá þegar ekki yrði unnt tryggja öllum bátum 48 veiðidaga án þess breyta lögum.

Ég er ekki viss um allir átti sig á því það eru lög, held ég hreinlega, eins niðurnjörvuð í sjávarútveginum og um strandveiðar, sagði Bjarkey þegar hún svaraði fyrirspurn þáverandi þingmanns Eyjólfs Ármannssonar (núverandi sveitastjórnar- og samgönguráðherra) um strandveiðar á Alþingi.

Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hét því í stefnuyfirlýsingu sinni öllum strandveiðibátum yrðu tryggðir 12 veiðidagar í hverjum mánuði frá mái til ágúst, samtals 48 veiðidagar, strax í sumar.

Hingað til hefur þó þurft stöðva strandveiðar áður en tímabilinu lýkur þar sem veiðiheimildir sem veiðunum er ráðstafað klárast. Er mikil eftirvænting meðal strandveiðisjómanna um ríkisstjórnin standi við gefin fyrirheit.

Takmarkað svigrúm

Gildandi lög eru setja strandveiðum þröngar skorður og því óljóst til hverra úrræða verður gripið í nýrri reglugerð, en reglugerðir mega ekki stangast á við lög sett af Alþingi.

Kveður 6. grein laga um stjórn fiskveiða á um ráðherra skylt ráðstafa settu aflamagni í óslægðum bolfiski til strandveiða og Fiskistofu skylt stöðva veiðarnar ef umræddar veiðiheimildir klárist.

Einnig er í lögum skýrt kveðið á um 12 veiðidaga í mánuði og óheimilt stunda strandveiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Veiðiferð ekki standa lengur en 14 stundir frá því látið úr höfn og þar til lagt er við bryggju. Þá er ekki heimilt landa meira en 650 þorskígildiskílóum í hverri veiðiferð og ekki nýta fleiri en fjórar handfærarúllur.

Hanna Katrín lýsti ekki fyrir Ríkisútvarpinu hvaða ákvæði í nýrri reglugerð séu til þess líkleg tryggja strandveiðibátum 48 veiðidaga og er því óljóst hvaða aðferð verði beitt.

Ýmsar hugmyndir uppi

Heyrst hafa í umræðum um strandveiðar undanfarin misseri um veita veiðunum heimildir utan ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla fiskveiðiársins og þannig sniða hjá því Fiskistofa þurfi stöðva veiðarnar.

Einnig hafa heyrst hugmyndir um fækka handfærarúllum eða klukkustundum sme heimilt er stunda veiðar í þeim tilgangi minnka sóknina og drýgja þannig veiðiheimildirnar út strandveiðitímabilið.

Nafnalisti

  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttirþingflokksformaður
  • Eyjólfur Ármannssonþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi
  • Hanna KatrínFriðriksson

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 494 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 57,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.