Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega
Svava Marín Óskarsdóttir
2025-04-02 09:02
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðið fimmtudagskvöld þegar finnska rómantíska gamanmyndin Fimmtudagurinn langi var frumsýnd. Mika Kaurismaki, leikstjóri myndarinnar, lét sig ekki vanta og var viðstaddur frumsýninguna.
Bændum og Finnum, sem eru búsettir á Íslandi, var boðið á frumsýninguna, auk þess sem vinir Kaurismaki úr íslenskum kvikmynda- og listaheimi fjölmenntu til að sjá þessa hjartahlýju og notalegu ástarsögu um fúllynda skógarbóndann Grump.
Meðal annarra gesta voru tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson, matreiðslumaðurinn Siggi Hall, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Þorsteinn Backman, Einar Bárðarson og Páll Pálsson fasteignasali.
Ljósmyndarinn Ari Páll Karlsson mætti á svæðið og myndaði frumsýningargesti.
Nafnalisti
- Ari Páll Karlssonstarfsmaður Nova
- Einar Bárðarsonframkvæmdastjóri Votlendissjóðs
- Friðrik Þór Friðrikssonkvikmyndagerðarmaður
- Helgi Björnssontónlistarmaður
- Mika Kaurismaki
- Páll Pálssonfasteignasali
- Siggi Hallmatreiðslumeistari
- Þorsteinn Backman
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 97 eindir í 5 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,51.