Sæki samantekt...
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir þúsundir vera án rafmagns eftir árásir Rússa á orkuinnviði í Úkraínu í nótt.
Að sögn Selenskís gerðu Rússar drónaárás á spennistöð í Sumy-héraði. Þá voru einnig gerðar skemmdir á rafmagnslínu í borginni Nikopol sem er í dnipro-héraðinu.
Kallar eftir þrýstingi
Kallar Selenskí eftir því að bandamenn Úkraínu setji þrýsting á Rússa sem gæti brotið stríðsgetu þeirra á bak aftur.
Í síðustu viku var greint frá því að Bretar og Frakkar hefðu hafið forgöngu um að senda hjálparlið til Úkraínu eftir að átökum Rússa og Úkraínumanna lýkur, með hvaða hætti sem það verður, en svo virðist vera sem að vopnahlé á milli landanna sé enn víðs fjarri.
Nafnalisti
- Nikopolúkraínskt herskip
- Volodimír Selenskíforseti Úkraínu
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 116 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,89.