Viðskipti
Skel Jóns Ásgeirs og félaga eignast tíu prósenta hlut í Sýn
Brynjólfur Þór Guðmundsson
2025-03-12 15:44
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Fjárfestingafélagið Skel hefur eignast tíu prósenta hlut í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu Sýn. Lífeyrissjóður verslunarmanna seldi í gær rúmlega fimm prósenta hlut í fyrirtækinu og viðskipti með hlutabréf hafa haldið áfram í dag. Hlutabréfaverð hefur hækkað um 20 prósent það sem af er degi.
Skel er því meðal stærstu eigenda Sýnar eftir síðustu viðskipti.
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljar. Ingibjörg Pálmadóttir er meðal stærstu hluthafa í félaginu. Þau áttu áður fjölmiðlafyrirtækið 365 sem seldi Sýn Stöð 2, Bylgjuna, Vísi og fleiri fjölmiðla árið 2017.
RÚV/Ragnar Visage
Nafnalisti
- Ingibjörg Pálmadóttiraðaleigandi 365 miðla
- Jón Ásgeir Jóhannessonstjórnarformaður Skeljar fjárfestingafélags, áður Skeljungs
- Ragnar Visageljósmyndari RÚV
- Skelfjárfestingafélag
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 82 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,73.