Íþróttir
Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni - „Tilfinningin var mjög góð“
Ragna Gestsdóttir
2025-03-31 12:53
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Hjónin og atvinnudansararnir Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev gerðu sér lítið fyrir og unnu í gær flokk atvinnumanna í latíndönsum í Calviá á Mallorca dance festival, sem haldið var í Calvia á Spáni um helgina.
„Tilfinningin var mjög góð,“ segir Hanna Rún í samtali við DV um sigurinn.
„Við vorum átta pör á þessu móti, og núna er það bara beint heim að æfa fyrir stór mót sem haldið verður í Englandi 12. apríl. Það er Super Grand Prix.“
Stutt er síðan hjónin unnu sér inn þátttökurétt á heimsleikunum sem haldnir eru á fjögurra ára fresti og aðeins 16 bestu atvinnumenn og áhugamenn WDSF komast á þá. Heimsleikarnir verða haldnir í Chengdu í Kína í ágúst.
Nafnalisti
- Calviaspænsk útvarpsstöð
- Chengdukínversk borg
- Hanna Rún Bazev Óladóttirdansari
- Nikita Bazevdansari
- Super Grand Prix
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 122 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 83,3%.
- Margræðnistuðull var 1,88.