Íslendingar sækja fram á sviði hinsegin mannréttinda

Innanríkisráðuneyti

2025-03-21 08:45

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hinsegin veruleiki, n ý yfirlitsskýrsla um réttindi, líðan og stöðu hinsegin fólks var kynnt 20. mars sl. á málþingi í Hannesarholti. Skýrslan er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022 til 2025. Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK), bar ábyrgð á vinnslu skýrslunnar og efndi til málþingsins.

Í ávarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttis- og mannréttinda, kom fram Íslendingar stæðu framarlega á heimsvísu hvað varðaði lagaleg réttindi hinsegin fólks þó vissulega mætti gera betur bæði í lagalegu tilliti og í aðgerðum til bæta aðstæður og líðan hinsegin fólks.

Þorbjörg Sigríður sagði stigið hefði verið stórt framfaraskref með fyrstu þingsályktuninni um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks árið 2022. Aðgerðaáætlunin hefði geyma fjölmargar aðgerðir um rannsóknir og upplýsingaöflun um hinsegin veruleika.

Gögn af þessu tagi eru þýðingarmikill grunnur þróun frekari aðgerða inn í nýja aðgerðaáætlun um bættar aðstæður hinsegin fólks, sagði hún og greindi frá því fljótlega yrði hafist handa við mótun nýrrar aðgerðaáætlunar í málefnum hinseginfólks í ráðuneytinu. Við þróun þeirrar áætlunar verður áhersla lögð á vítt samráð, bætti hún við og hvatti til þess sem flestir tækju virkan þátt í stefnumótuninni.

Þorbjörg Sigríður sagði íslensk stjórnvöld myndu sækja fram á sviði hinsegin réttinda bæði á Íslandi og alþjóðavísu. Íslendingar gætu sagt ýmislegt sem ýmsar aðrar þjóðir ættu erfiðara með segja, rödd Íslendinga talaði skýrt í þágu mannréttinda.

Brýnt leita leiða til draga úr fordómum

Á málþinginu greindi höfundur skýrslunnar, Þorsteinn Vilhjálmsson, doktor í gagnrýnum fræðum, frá helstu niðurstöðum hennar og tillögum til úrbóta. Þar kom fram auka þyrfti fræðslu um hinseginleika til draga úr fordómum, efla félagsstarf til bæta andlega líðan hinsegin fólks, vinna gegn hatursglæpum og -orðræðu, stuðla aukinni meðvitund um samtvinnun í stað aðgreiningar, gera upp tíma alnæmisfaraldursins og auka rannsóknir.

Eftir kynninguna stýrði Arna Magnea Danks, leikkona, pallborðsumræðum. Þátttakendur ásamt henni voru Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna 78, Bjarni Snæbjörnsson, leikari, Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar og Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands.

Dómsmálaráðherra ávarpar málþingið.

Þátttakendur í pallborðinu voru sammála um innihald skýrslunnar kæmi ekki á óvart. Niðurstöður hennar væru staðfesting á upplifun hinsegin fólks af hinsegin veruleika á Íslandi. Þó Íslendingar stæðu framarlega hvað réttindi varðaði væri víða pottur brotinn. Þar kom m.a. fram bæta þyrfti þjónustu- og aðbúnað við eldra hinsegin fólk, tryggja betur réttindi hælisleitanda, þróa námsefni með hliðsjón af fjölbreytileika fólks, fræða og segja sögur hinseginfólks til þess draga úr fordómum. Þeirri hugmynd var varpað fram gert yrði skilyrði fyrir opinberum styrkjum til menningarstofnana á borð við leikhúsa ákveðið hlutfall styrkupphæðar hverju sinni rynni til listsköpunar með tilvísun til jaðarhópa. Verkefni af því tagi stuðluðu manneskjuvæðingu og drægju þar með úr fordómum í samfélaginu.

Fram kom algengt væri hinsegin fólk tæki ákvarðanir í lífi sínu með hliðsjón af því verða ekki fyrir fordómum. Jafnframt kom fram algengt væri hinsegin fólk upplifði þrýsting frá samfélaginu um vera glatt og kvarta ekki yfir aðstæðum sínum. Þá kom fram brýnt væri grípa til aðgerða til bæta andlega líðan hinsegin fólks á Íslandi.

Skýrsluna nálgast hér.

Nafnalisti

  • Alphakvikmynd
  • Arna Magnea Danksgrunnskólakennari
  • Bjarndís Helga Tómasdóttirvaraformaður Samtakanna 78
  • Bjarni SnæbjörnssonLeikari og leiklistarkennari
  • Ragnhildur Sverrisdóttirupplýsingafulltrúi
  • RIKKrikk.hi. is
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttirþingmaður Viðreisnar
  • Þorsteinn Vilhjálmssonfornfræðingur

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 569 eindir í 26 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 22 málsgreinar eða 84,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,53.