Sæki samantekt...
Atvinnuvegaráðuneytið tók til starfa 15. mars árið 2025.
Ráðuneytið byggir á grunni þeirra málefna sem heyrðu undir matvælaráðuneytið, sjávarútveg, landbúnað lagareldi, matvæli og matvælaöryggi. Að auki hafa málefni viðskipta, neytendamála og ferðamála hafa verið færð til ráðuneytisins frá fyrrum menningar- og viðskiptaráðuneyti ásamt málefnum iðnaðar sem voru færð frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Málefni skógræktar og landgræðslu sem heyrðu undir matvælaráðuneyti voru færð til umhverfis, — orku- og loftslagsráðuneytis.
Breytt mynd ráðuneytisins er samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Í stefnu ríkisstjórnar eru settar fram áherslur í málaflokkum atvinnuvegaráðuneytisins sem marka grunn fyrir stærstu verkefni ráðuneytisins. Að auki er samhæfingu í stjórnunar- og eftirlitshlutverki komið fyrir í skipuriti þvert á málaflokka.
Atvinnuvegaráðherra er Hanna Katrín Friðriksson, Bryndís Hlöðversdóttir er ráðuneytisstjóri atvinnuvegaráðuneytis.
Nafnalisti
- Bryndís Hlöðversdóttirfyrrverandi ríkissáttasemjari
- Hanna KatrínFriðriksson
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 122 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,38.