Íþróttir

Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna

Óskar Ófeigur Jónsson

2025-04-02 19:33

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Jón Guðni Fjóluson leikmaður Víkings, hefur ákveðið leggja skóna á hilluna vegna meiðsla en félagið tilkynnti þetta á miðlum sínum í kvöld.

Víkingar verða því án þessa öfluga miðvarðar í Bestu deildinni í sumar en fyrsti leikur Víkings er á móti Eyjamönnum á mánudaginn

Jón Guðni kom til Víkingsliðsins í ársbyrjun 2024 eftir hafa verið frá knattspyrnu í um það bil tvö ár vegna slæmra meiðsla. Þrátt fyrir mikla baráttu við meiðsli náði Jón samt sem áður spila 37 leiki fyrir Víkings hönd, þar af sautján í Bestu deildinni og fimmtán leiki í Evrópukeppni.

Jón Guðni spilaði á ferli sínum í Belgíu, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi ásamt því spila átján landsleiki fyrir Íslands hönd.

Jón Guðni er frábær liðsfélagi og á sínum hápunkti var hann algerlega frábær hafsent með líkamsburði sem fáir hafa séð á Íslandi. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum Jón Guðna því betri liðsmann er erfitt finna en jafnframt óskum við honum alls hins besta í framtíðinni, sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.

Nafnalisti

  • Jón Guðni Fjólusonlandsliðsmaður
  • Kári Árnasonyfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík
  • Víkingurknattspyrnufélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 177 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,58.