Rússar íhuga að leyfa starfsemi Talíbana

Þorgrímur Kári Snævarr

2025-04-03 06:18

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Rússar gera sig líklega til taka Talíbana af lista yfir hryðjuverkasamtök og binda enda á bann við starfsemi þeirra í Rússlandi. Embætti ríkissaksóknara Rússlands fór fram á þetta við hæstarétt landsins á mánudaginn. Þetta er í samræmi við beiðni sem utanríkis- og dómsmálaráðuneyti Rússlands sendu til Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í síðustu viku.

Fyrirtaka hæstaréttar í beiðni saksóknara verður þann 17. apríl baki luktum dyrum.

Hæstiréttur Rússneska sambandsríkisins hefur móttekið og tekið til athugunar stjórnsýslubeiðni frá ríkissaksóknara Rússneska samandsríkisins um nema úr gildi bann við starfsemi Talíbanahreyfingarinnar, sem er innifalinn á sameinuðum lista alríkisins yfir samtök, þar á meðal erlend og alþjóðleg samtök, sem skilgreind eru í samræmi við löggjöf Rússneska sambandsríkisins sem hryðjuverkasamtök, sagði Hæstirétturinn í yfirlýsingu til rússneska ríkisfjölmiðilsins TASS.

Rússar settu Talíbana á bannlista árið 2003 vegna stuðnings þeirra við hreyfingar aðskilnaðarsinna í Kákasushéruðum Rússlands. Samband Rússa og Talíbana hefur hins vegar stórbatnað undanfarin ár í takt við versnandi samband Rússlands við Vesturlönd. Rússar hafa unnið með Talíbönum gegn ISIS-K, sem á í baráttu við Talíbana innan Afganistans, og hefur staðið fyrir hryðjuverkum á rússneskri grundu. Pútín kallaði Talíbana trausta bandamenn í júlí í fyrra.

Pútín undirritaði í desember lög sem heimila stjórnvöldum eiga í samskiptum við samtök á bannlista í sérstökum aðstæðum. Leoníd Slútskíj, formaður utanríkismálanefndar rússnesku ríkisdúmunnar, sagði við það tilefni lögin myndu gera Rússum kleift eiga í formlegu sambandi við stjórn Talíbana.

Zabihullah Mujahid, talsmaður Talíbana, fagnaði fyrirætlunum Rússa á þriðjudaginn og sagði þær dýrmætt skref í átt nánara sambandi Rússlands og Afganistans.

Við lítum allar aðgerðir í þessum efnum sem hafa þann tilgang treysta böndin milli Afganistans og Rússlands jákvæðum augum, sagði Zabihullah við TASS.

Nafnalisti

  • ISIS-KKhorasanhérað armur samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki
  • Leoníd Slútskíj
  • Vladímírs Pútínforseti Rússlands
  • Zabihullah Mujahidtalsmaður Talibana

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 304 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.