Mörgum spurningum ósvarað um mál barnamálaráðherra
Anna Lilja Þórisdóttir
2025-03-21 19:25
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á þingi: Framsóknarflokks, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks, eru sammála um að Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra hafi gert rétt með að segja af sér eftir að upp komst að hún átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignast með honum barn. Málinu verði fylgt eftir og skoða þurfi hlut forsætisráðuneytisins í málinu.
Þetta sögðu formennirnir í dag:
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins:]]“ Ég ætla ekki að setjast í dómarasæti um eitthvað sem gerðist fyrir 35 árum. Mér finnst það ekki við hæfi. En ég held, á engum tíma, sé það eðlilegt að 15 ára barn eigi barn með 22, 23 ára einstaklingi og gildir þá einu af hvaða kyni viðkomandi væru af.“ [[“ Það er enn verið að reyna að finna út hvernig eigi að bregðast við þessu. Og ýmsum spurningum er enn ósvarað. Ég held að það hljóti að koma til þingsins eftir helgi að fara fram á svör við þeim spurningum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Og þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir:]]“ Mér finnst þetta alvarlegt mál og ég tel að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni fyrir hana en að segja af sér.“ [[“ Mér finnst ljóst að þetta hafi orðið niðurstaðan til þess fyrst og fremst að forðast áframhaldandi vandræði fyrir ríkisstjórnina,“ sagði Sigmundur Davíð.
„Ég skil fullkomnlega afstöðu hennar að segja af sér,“ sagði Sigurður Ingi. „Mér finnst það eðlilegt.“
Hefði svipað mál komið upp hjá ráðherra Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, hver hefði þér þótt vera eðlileg viðbrögð? „ Ég held að mér hefði þótt sömu viðbrögð og nú eru eðlileg,“ segir Guðrún.
Brýnt að fá að vita meira um atburðarásina
„Mér finnst ólíklegt að einstaklingur hefði verið kominn í þessa stöðu án þess að við hefðum haft vitneskju um það,“ svarar Sigurður Ingi spurður um hver viðbrögð hans sem formanns Framsóknarflokksins hefðu orðið í svipuðum aðstæðum.
Hann bendir á að hjá þeim stjórnmálaflokkum, sem búa að innra skipulagi og flokksstofnunum, hafi fólk gjarnan nokkuð langa viðdvöl og kynnist hvoru öðru. Eigi fólk sér sögu á borð við mennta- og barnamálaráðherra, sé það að öllu jöfnu á vitorði annarra í flokknum. „Til þess eru jú flokkar skipulagðir og vinna vinnuna í langan tíma áður en fólk tekur að sér trúnaðarstörf,“ segir Sigurður Ingi.
„Mér finnst afar brýnt að við fáum að vita hver atburðarásin var í forsætisráðuneytinu, hvort þar hafi orðið leki,“ segir Guðrún.]]“ Ég held að þetta gæti haft talsverð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið ekki síst vegna þess að Flokkur fólksins er ekki beinlínis þarna á pólitískum forsendum. Hann var til í að vera með, gefa eftir flest af sínum stóru málum til að fá að vera í ríkisstjórn,“ segir Sigmundur Davíð. [[“ Það berst erindi inn í forsætisráðuneytið fyrir tíu dögum. Hvernig var það meðhöndlað, var það meðhöndlað sem trúnaðarmál? Fór það í formlegt ferli, afhverju gerist ekkert fyrr en í gær-10 dögum síðar?“ spyr Sigurður Ingi.
„Við í stjórnarandstöðunni munum að sjálfsögðu fylgja þessu máli eftir og reyna að velta við öllum steinum og komast að hinu sanna í málinu,“ segir Guðrún.
Nafnalisti
- Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
- Sigmundur Davíð Gunnlaugssonformaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra
- Sigurður Ingi Jóhannssonformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 576 eindir í 27 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 19 málsgreinar eða 70,4%.
- Margræðnistuðull var 1,64.