Íþróttir

Ísland aftur í sögulega háa stöðu

Jóhann Páll Ástvaldsson

2025-03-06 15:53

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í þrettánda sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA. Þetta er jöfnun á hæstu stöðu sem liðið hefur verið í sögunni. Ísland náði 13. sæti í ágúst 2024 en hefur verið í 14. sæti um stund.

Liðið fer upp um sæti eftir jafntefli gegn Sviss og tap gegn Frakklandi í Þjóðadeildinni í nýlokinni landsliðspásu.

Ísland hefur lægst farið í 22. sæti á bilinu september 2018 til mars 2019.

Ísland er í þriðja sæti Norðurlandaþjóðanna á listanum. Svíar eru efstir í 6. sæti. Danir eru sæti ofar en Ísland, í 12. sæti. Ísland er í 13. og Finnland í 25. sæti.

Mummi Lú

Topp 20 á heimslistanum

Bandaríkin

Spánn

Þýskaland

England

Japan

Svíþjóð

Kanada

Brasilía

Norður-Kórea

Holland

Frakkland

Danmörk

Ísland

Ítalía

Noregur

Ástralía

Kína

Austurríki

Suður-Kórea

Belgía

RÚV/Mummi Lú

Næststerkastar í riðlinum

Ísland er í riðli með Noregi, Finnum og Sviss á EM í sumar. Sviss er í 23. sæti og Ísland því næststerkasta lið riðilsins ef miðað er við styrkleikaröðunina.

Nafnalisti

  • Mummi Lúljósmyndari
  • Norður-Kóreaeinangraðasta ríki í heimi
  • Suður-Kóreatalið eitt af sigurstranglegustu liðum mótsins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 173 eindir í 35 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 33 málsgreinar eða 94,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,59.