Mexíkó hótar að finna sér ný viðskiptaríki

Ritstjórn mbl.is

2025-03-05 18:39

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segir Mexíkó muni finna sér viðskiptaríki í stað Bandaríkjanna ef þörf krefst. Þetta kemur í kjölfar þess Donald Trump Bandaríkjaforseti setti 25% toll á allar vörur sem koma til Bandaríkjanna frá Mexíkó.

Bandaríkin og Mexíkó stunda mikil viðskipti sín á milli en áttatíu prósent af öllum útflutningi Mexíkó fer til Bandaríkjanna. Sheinbaum telur tollana brjóta í bágu við fríverslunarsamning sem gerður var í fyrri stjórnartíð Trump en samningur rennur undir lok í lok júlí á næsta ári.

Sheinbaum segir Mexíkó þurfi grípa til aðgerða í ljósi tollanna en helst vilji hún þó ræða persónulega við Trump og finna ásættanlega lausn á málunum.

Trump segir tollarnir séu tilkomnir vegna aðgerðaleysis stjórnvalda í Mexíkó vegna umsvifa glæpasamtaka sem hafa flutt fíkniefni á borð við Fentanyl yfir landamærin til Bandaríkjanna. Sheinbaum hefur þó sagst ætla grípa til harðra aðgerða til þess koma í veg fyrir innflutningurinn haldi áfram.

Nafnalisti

  • Claudia Sheinbaumborgarstjóri Mexíkóborgar
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Fentanylverkjalyf

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 164 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,76.